fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
Fókus

Daft Punk hætt – „Er eðlilegt að vera 37 ára gamall með tárin í augunum“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 16:23

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin vinsæla Daft Punk er hætt. Tvíeykið greindi frá endalokum hljómsveitarinnar með myndbandi á YouTube-síðu sinni í dag og hafa fréttirnar verið staðfestar af talsmönnum þeirra.

Daft Punk hefur lengi verið ein vinsælasta hljómsveit síðustu ára en verk þeirra hafa mótað tónlistarheiminn gríðarlega. Það er nánast hægt að fullyrða að allir þekki að minnsta kosti eitt lag sem hljómsveitin flytur eða þá hefur samið. Lög þeirra hafa ómað í útvörpum og hafa staðið sína vakt á vinsældarlistum úti um allan heim.

Vinsælustu lög þeirra eru til dæmis Get LuckyOne More Time, Around the WorldLose Yourself to Dance og Harder, Better, Faster, Stronger. Meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo, eru, þrátt fyrir vinsældir hljómsveitarinnar, ekki jafn þekktir meðal almennings og hljómsveitin sjálf. Ástæðan fyrir því er sú að þeir hafa frá upphafi komið fram með hjálma sem hylja andlit þeirra.

Ljóst er að fréttirnar koma aðdáendum hljómsveitarinnar í uppnám. Plötusnúðurinn Atli Viðar Þorsteinsson er á meðal þeirra sem tjá sig um endalokin en hann gerir það á samfélagsmiðlinum Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem endalok hljómsveitarinnar eru tilkynnt:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Húmorslausir hvattir til að skrá sig á námskeið um húmor

Húmorslausir hvattir til að skrá sig á námskeið um húmor
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar rifjar upp samtalið við manninn sem dreifði nektarmyndunum

Páll Óskar rifjar upp samtalið við manninn sem dreifði nektarmyndunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Þið seljið sálu ykkar og líkama á Instagram fyrir gjafaleiki kapitalismans“

Vikan á Instagram: „Þið seljið sálu ykkar og líkama á Instagram fyrir gjafaleiki kapitalismans“