fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Playboy-stjarnan á sér annað starf – „Engan myndi gruna að ég sé fyrirsæta“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Playboy-stjarnan Danielle Lupo hefur hætt í fyrirsætustörfum til þess að starfa sem framlínustarfsmaður í baráttunni við COVID-19. Bresk götublöð fjalla um málið.

Lupo er 25 ára og hefur starfað í heilbrigðiskerfinu síðastliðna tólf mánuði til að berjast gegn heimsfaraldri kórónaveiru.

Hún er menntaður sjúkraliði sem hefur sérhæft sig á hjartalínutæki, sem nýtist vel á tímum sem þessum.

„Satt að segja eru þetta bæði erfiðustu og mest gefandi tímar lífs míns,“ sagði Lupo.

„Covid hefur augljóslega gert þetta allt miklu erfiðara á taugarnar. Ég á það til að óttast að smita þá sem eru mér kærir.“

Áhugi Danielle Lupo á heilbrigðismálum hófst þegar hún lenti í bílslysi ung að aldri. Það sannfærði hana um að hún vildi vera hetja sem bjargaði öðrum.

Seinustu ár hefur hún blandað saman ferli sínum æi fyrirsætustörfum og í heilbrigðisgeiranum. Nú starfar hún einungis í því síðarnefnda, en hún útilokar ekki endurkomu sem fyrirsæta.

Fólk hefur líkt Lupo við ofurhetju, sem lifa venjulegu lífi þegar þær eru ekki að berjast gegn glæpum. Hún segir að sú hugmynd sé henni kær.

Þessu til stuðnings segir hún að engin beri kennsl á hana þegar hún er í vinnunni. Þá er hún klædd sem sjúkraliði og með gleraugu. „Engan myndi gruna að ég sé fyrirsæta,“ segir Lupo, sem tekur þó fram að fortíð hennar komi öðrum ekki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“