Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Kærastan heldur að tattúið sé fyrir hana – Þorir ekki að segja henni sannleikann

Fókus
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ákvað að láta loksins verða að því að fá sér tattú en hefur komið sér í klandur í leiðinni. Hann opnar sig um málið á Reddit og Mirror greinir frá.

Netverjar hafa hvatt manninn til að segja kærustu sinni sannleikann sem fyrst um merkingu húðflúrsins.

Maðurinn segir að kærasta hans hefur alltaf verið mjög hrifin af tattúum og hefur verið að hvetja hann að fá sér tattú. En hann sagðist vilja bíða þar til hann fengi hugmynd af einhverju sem væri nógu „mikilvægt.“

Hann hefur brennandi áhuga á bandarískum ruðningi og þegar Tom Brady vann sinn sjöunda meistaratitil í Ofurskálinni í byrjun febrúar þá fannst honum það nægilega merkingarbært.

Hann ákvað að láta húðflúra á sig tölustafina „12“, treyjunúmer Tom Brady. Hann meira að segja hafði stafina bláa til heiðurs liðinu þar sem Tom Brady var í tuttugu ár, New England Patriots.

Maðurinn dreif sig heim, spenntur að sýna kærustunni nýja tattúið og sagðist „loksins hafa fundið eitthvað nógu mikilvægt.“

En hann bjóst ekki við þessum viðbrögðum. „Ég tók umbúðirnar af og þegar hún sá tattúið byrjaði hún að gráta og sagði að það væri svo fallegt og rómantískt að ég hafi fengið mér ártalið sem við byrjuðum saman.

Maðurinn kom sér í enn frekari klandur. „Allan tíman á meðan ég sat í stólnum datt mér ekki í hug að 2012 væri árið sem við byrjuðum saman og að hún myndi gera þessa tengingu. Hún gagnrýndi leturgerðina en fannst hugsunin falleg. Þegar hún spurði um bláa litinn þá sagði ég að bláu augu hennar hafi verið innblásturinn, þegar það var í raun blái litur Patriots.“

Maðurinn er nú hræddur um að hann þurfi að fela raunverulega merkinu húðflúrsins það sem eftir er, en vinir hans og fjölskylda vita sannleikann.

„Ég hef áhyggjur að hún taki þessu þannig að Tom Brady skipti mig meira máli en hún, sem er ekki satt. Hann hefur bara verið í lífi mínu lengur,“ segir hann.

„Sama hvað þá á hún eftir að fara í uppnám. Segi ég henni sannleikann?“

Fjöldi netverja sögðu manninum að segja kærustunni sannleikann sem fyrst. Því lengur sem hann myndi halda sannleikanum frá henni, því verri yrðu viðbrögðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu
Fókus
Í gær

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu