fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Amfetamín í sparigatið og nekt í öðru hverju atriði – Verbúðin sló eftirminnilega í gegn

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 27. desember 2021 11:28

Skjáskot úr Verbúðinni/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, nýrrar þáttaraðar úr smiðju Vesturports, var sýndur á RUV í gær. Miðað við umræður og skoðanaskipti á samfélagsmiðlum er ljóst að margir fylgdust spenntir með.

Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og einn aðalleikara, hefur sagt að þættirnir séu óður til níunda áratugarins. Þeir fjalla um vini sem búa fyrir vestan og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Já, það hljómar kannski ekki vel í hugum margra að sjá þætti um kvótakerfið en sjón er sögu ríkari.

Ingvar E. Sigurðsson sló í gegn eins og alltaf þegar hann birtist á skjánum, Nína Dögg Filippusdóttir vann hjörtu áhorfenda og Sveppi lenti heldur illa í því. En hvað höfðu áhorfendur að segja?

Konungur verbúðanna var hið minnsta afar ánægður

Eins og fleiri.

Þessi Vestfirðingur vottaði þáttinn

Og fleiri taka undir

Sparigatið vakti athygli

Eins og þeir sem horfðu sáu vel var þónokkuð um nekt í þættinum

Þá var skotið á aðra íslenska seríu sem er nýbúið að sýna

Sumt var víst ekki alveg eins og í raunveruleikanum á þessum tíma og ýmsir létu það pirra sig

Og fyrir þau sem voru að furða sig á konunni í baðinu þá var hún sannarlega til og skemmti sannarlega á böllum í denn.

Þessi Baggalútur lét útbúa prófílmynd af sér í tilefni frumsýningarinnar þó hann leiki raunar alls ekkert í þáttunum. Svo við vitum.

Einn er þó maður sem fannst þetta algjörlega afleitt, og það er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann ritaði stuttan pistil á Facebook þar sem hann vænir RUV um landsbyggðarrasisma, þarna séu topp skipstjórar sýndir sem drykkjuraftar, fiskvinnslufólk látið líta illa út og síðan spyr hann hvort óþarfa stripl kvenna sé framlag RUV til MeToo hreyfingarinnar.

Viðar Eggertsson leikstjóri lítur síðan á þessi ummæli Ásmundar sem hin bestu meðmæli og er orðinn spenntur að hámhorfa á Verbúðina í fyllingu tímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“