fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Meghan hertogaynja sigraði æsifréttamiðilinn – „Þetta er ekki bara sigur fyrir mig“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:08

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan Meghan Markle hafði betur í máli sínu gegn útgefanda Mail on Sunday og hafa dómstólar staðfest fyrri niðurstöðu sína um að fjölmiðillinn hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs hertogaynjunnar er þeir birtu persónulegt bréf sem hún ritaði til föður síns.

Málið varðaði rúmlega fimm greinar sem birtu valda kafla úr bréfi sem ætlað var föður hennar, Thomas Markle, einum. Fyrr á árinu komust dómstólar að því að birtingin hafi brotið gegn lögum en útgefandinn áfrýjaði málinu en þeir héldu því fram að bréfið hafi verið ritað gagngert til að um það yrði fjallað í fjölmiðlum til að bæta ímynd Meghan.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að það hefði kannski átt erindi við almenning að birta lítið brot úr umræddu bréfi en Mail on Sunday hafi þó gengið of langt með því að birta helming bréfsins.

Meghan hefur látið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún fagnar niðurstöðunni og segir að málið sé fordæmisgefandi.

„Þetta er ekki bara sigur fyrir mig heldur fyrir alla sem hafa óttast að standa fyrir því sem er rétt. Á meðan þessi sigur er fordæmisgefandi þá skiptir samt mestu máli að við erum nú orðin nægilega hugrökk til að setja þeim fjölmiðlum sem skilyrða fólk til að vera grimmt og græða á lygum og þeim sársauka sem þeir valda, skýr mörk. 

Frá fyrsta degi hef ég litið á þetta mál sem baráttu fyrir því sem er rétt. Verjandi hefur litið á það sem leik með engum reglum. 

Því lengur sem þeir drógu málið,  því meira reyndu þeir að brengla staðreyndir og ráðskast með almenning (jafnvel við áfrýjunina sjálfa) og gerðu þetta einfalda mál ótrúlega afmyndað til að reyna að framleiða fleiri fyrirsagnir og selja fleiri blöð – viðskiptamódel sem verðlaunar óreiðu frekar en sannleikann. 

Á þeim þremur árum síðan málið hófst hef ég verið þolinmóð frammi fyrir blekkingum, ógnunum og rætnum árásum. 

Í dag dæmdu dómstólar mér í vil – aftur – og slógu því á föstu að The Mail on Sunday, í eigu Jonathan Rothermere lávarðs, hafi brotið lögin. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu