fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Gefur manninum sínum kynlíf í jólagjöf

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 12:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Ryutaro Tsukata/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josh Waters, 29 ára gamall smiður, býr í Barry í suður Wales með eiginkonu sinni, ráðgjafanum Annie Rees-Smith, og þriggja ára dóttur þeirra. Þau hlakka til jólanna en kannski ekki af sömu ástæðu og aðrir.

Í samtali við The Sun segir Annie nefnilega hvað hún ætlar að gefa Josh í jólagjöf um jólin en það er sama jólagjöf og hann fékk í fyrra, kynlíf.

Josh útskýrir hvers vegna hún gefur honum þessa jólagjöf. „Við erum með mismunandi stíl í rúminu og höfum verið þannig síðan við byrjuðum saman í nóvember árið 2016,“ segir hann. „Annie vill vera snögg en ég vil eyða aðeins meiri tíma í fjörið.“

Parið frá Wales segist ekki ná að stunda kynlíf eins oft og þau vilja þar sem þau eru foreldrar mjög fjörugs krakka á leikskólaaldri. „Eins og flestir aðrir foreldrar á jóladag erum við dregin úr rúminu eldsnemma af barninu okkar svo hún geti staðfest að jólasveinninn hafi mætt á svæðið,“ segja þau.

„Við erum alltaf með fjölskyldumeðlimi í heimsókn hjá okkur um jólin eða við erum þá í heimsókn hjá þeim. Svo fyrst við erum með barnapössun þá elskum við að læðast aftur í rúmið fyrir gjöfina – kynlífið. Þetta er eini dagurinn sem ég veit að Annie mun ekki kvarta út af því ég er of lengi og ég veit að við hún er ekkert að drífa sig.“

Á meðan þau njóta ásta þá eru ættingjar þeirra að elda og passa dóttur þeirra. „Við nýtum okkur þennan eina dag á árinu þar sem við þurfum ekki að vinna eða hugsa um barnið okkar og getum einbeitt okkur að hvoru öðru. Það kveikir í okkur að daglega stressið hverfi með hjálp ættingjanna.“

Þau segja að ættingjarnir viti alveg hvað sé í gangi þegar þau skreppa í svefnherbergið. „Þau brosa bara og blikka okkur þegar þau sjá okkur loksins koma út… ég roðna meira en þau,“ segir Annie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“