fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fókus

„Ég ætlaði að fullnægja henni eða deyja við að reyna það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. nóvember 2021 11:00

Will Smith og Jada Pinkett Smith. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Will Smith hefur undanfarið talað opinskátt um samband sitt og eiginkonunnar, Jada Pinkett Smith, þar á meðal kynlíf þeirra hjóna, en þau hafa bæði verið

ófeimin að ræða það opinberlega.

Í september greindi Will Smith frá því að hann og Jada væru í svo kölluðu opnu hjónabandi, sem felst í því að báðum aðililum í hjónabandi er frjálst að eiga í kynferðislegu- og eftir atvikum rómantísku sambandi við aðra. Will og Jada hafa verið gift í tæp 24 ár og eiga saman börnin Jaden og Willow Smith.

Mánuði síðar opnaði Jada sig um kynlíf þeirra hjóna og mikilvægi samskipta í spjallþætti hennar, Red Table Talk.

Nú er komið að Will að ræða málin. Hann var í spjallþætti Opruh Winfrey, The Oprah Conversation, sem kom út á AppleTV+ á föstudaginn. Í þættinum fer hann yfir það hvernig kynlíf hans og Jada var þegar þau fóru fyrst að stinga saman nefjum.

Mynd/Getty

Will mætti í þáttinn til að kynna sjálfsævisögu sína, Will, sem kemur út á morgun. Oprah las upp kafla bókarinnar sem fjallar um hveitibrauðsdaga Will og Jada og hvernig þau hafi  „drukkið á hverjum degi og stundað kynlíf margsinnis á dag, í fjóra heila mánuði.“

„Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri einhver keppni. Það voru bara tveir valmöguleikar, ég ætlaði annað hvort að:  1) fullnægja þessari konu kynferðislega, eða 2) deyja við að reyna það,“ sagði Will.

„Fyrst þú ert ekki dauður þá reikna ég með að þú hafir unnið keppnina,“ sagði Oprah og Will hló.

„Jah, þetta endaði með að vera mikið flóknara en svo,“ sagði hann.

„Þessir fyrstu dagar voru stórkostlegir. Ennþá í dag, þegar við Jada tölum saman, þá eru það fjórir tímar. Það eru fjórir tímar ef við eigum orðaskipti. Það er ástæðan fyrir því að við séum enn saman, og viljum ekki kreista líftóruna úr hvort öðru. Við höfum getuna til að komast í gegnum vandamál […] Ég hef aldrei hitt neinn sem ég get átt í jafn góðum samskiptum við og Jada.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“
Fókus
Í gær

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni