fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Fókus

Margrét deilir mikilvægum og sterkum skilaboðum frá ungu íslensku pari

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 11:00

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu í dag var birtur bakþanki eftir Margréti Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra Pfaff, en í bakþankanum ræðir Margrét um ófrjósemi, hún segir að ófrjósemi sé mun algengari en marga grunar

Margrét tengist náið ungu pari sem er að glíma við það erfiða hlutskipti sem ófrjósemin er en parið opnaði sig nýverið á samfélagsmiðlum sínum um ófrjósemina. „Er þessi bakþanki skrifaður með þeirra samþykki – enda umræðan þörf.Það sjá flestir fyrir sér lífið á ákveðinn hátt – við menntum okkur, hefjum sambúð og þegar við teljum rétta tímann kominn þá hefjast barneignir. En stundum bara koma börnin ekki þegar við viljum,“ segir Margrét.

„Ungt fólk fyllist von og eftirvæntingu í hverjum mánuði en upplifir síðan sorg mánuð eftir mánuð – jafnvel ár eftir ár, þegar ljóst er að þungun hefur ekki átt sér stað eða fósturlát orðið. Fylgikvillar eins og þunglyndi, kvíði og skert sjálfsmynd geta ágerst og allt þetta álag getur reynt verulega á ungt samband.“

Vísindunum hefur fleygt fram og nú er hægt að hjálpa mörgum sem eiga í erfiðleikum með ófrjósemina að eignast barn. Margrét bendir þó á að það ferli sé bæði kostnaðarsamt og að það reyni á. „Fólk sem glímir við ófrjósemi á ekki að burðast með þetta verkefni eitt – við eigum að vera óhrædd að ræða ófrjósemi.“

Margrét segir þá að með auknum skilningi og þekkingu á ófrjósemi aukist líkurnar á utanaðkomandi stuðningi fyrir þau sem glíma við hana. „Stuðningi sem þetta unga fólk þarf svo mikið á að halda.“

Að lokum segir Margrét frá mikilvægum og sterkum skilaboðum er varða ófrjósemi frá þessu unga pari. „Aldrei spyrja fólk á barneignaaldri hvort það ætli ekki að drífa sig í að koma með barn! Þau eru annaðhvort að reyna það – geta það ekki eða langar ekki til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“