Madonna hefur að undanförnu fengið mikla athygli fyrir myndirnar sem hún birtir á Instagram. Síðustu vikur og mánuði hefur söngkonan fræga birt fáklæddar myndir af sér á samfélagsmiðlinum og ratar hún reglulega á forsíður fjölmiðla um allan heim í kjölfarið. Engin undantekning var gerð á því í gær þegar Madonna birti nokkrar myndir á miðlinum.
Það vakti athygli fólks að Madonna braut reglu sem Instagram hefur fylgt eftir sem harðstjóri, það er að það megi alls ekki sjást í kvenkyns geirvörtur á samfélagsmiðlinum þeirra. Í færslunni sem Madonna birti í gær má ekki bara sjá eina mynd þar sem sést í geirvörtuna hennar heldur tvær. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur myndin fengið að vera í loftinu í rúmlega 14 klukkutíma en venjulega eru geirvörtuverðir Instagram fljótir að taka myndir sem þessar úr loftinu.
Fylgjendur hennar voru þó ekki mikið í því að styðja hana í athugasemdunum. Fjölmargir létu hana heyra það fyrir að birta myndirnar og spurðu hana hvers vegna hún væri að taka svona myndir af sér. Þá var henni sagt að það myndi fara henni betur „að vera með sjálfsvirðingu á þessum aldri“ en Madonna er 63 ára gömul. „Gerðu frekar góða tónist eins og þú gerðir einu sinni í staðinn fyrir að taka þessar fáránlegu myndir,“ segir svo í einn fylgjandi hennar.
Þrátt fyrir neikvæðnina var að sjálfsögðu líka að finna jákvæðar athugasemdir. „Fullkomin eins og alltaf,“ segir til að mynda í einni athugasemd við myndina.
Myndirnar sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
View this post on Instagram