fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ingibjörg er í kynlífsvinnu og eyddi Facebook vegna femínískra-hópa – „Stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt, rangt og skaðlegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 20:45

Ingibjörg Eyfjörð. Mynd/Instagram @gothfjord_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Eyfjörð er áhrifavaldur og tveggja barna móðir búsett í Mývatnssveit ásamt eiginmanni og börnum. Hún sinnir þremur vinnum og er ein þeirra að selja erótískt myndefni á OnlyFans.

Ingibjörg er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Í þættinum opnar hún sig um persónulega reynslu af geðsjúkdómum, kynferðisofbeldi og kynlífsvinnu. Þær ræða einnig um femínisma og OnlyFans og af hverju þær eiga erfitt með að vera í femínískum Facebook-hópum vegna viðhorfs meðlima til kynlífsvinnu.

Byrjaði á OnlyFans í sumar

Ingibjörg byrjaði á OnlyFans í sumar. Hún ætlaði sér að byrja fyrr en umræðan um OnlyFans í samfélaginu var orðin svo mikil að hún ákvað að bíða aðeins með það.

„Tveimur vikum eftir að ég stofnaði aðganginn minn þá sprakk þetta allt saman, gjörsamlega. Og ég bara nei ókei nú bíð ég bara aðeins, set þetta á ís. Það voru einhvern veginn allir að hoppa á OnlyFans vagninn. [Og ég ákvað að bíða aðeins með þetta]. Ég byrjaði ekki fyrr en 1. júní á þessu ári,“ segir hún.

„Það er búið að vera ógeðslega gaman. Ég hef ekki einn slæman hlut [að segja]. Búin að kynnast sjúklega skemmtilegu fólki í gegnum þetta […] Sjálfstraustið mitt er [himinhátt], mér finnst ég vera ógeðslega fokking hot. Mér fannst það ekki í gær en það er oftar en ekki núna.“

Ingibjörg segist einnig vera búin að læra mikið um sögu kynlífsverkafólks. „Ég fór að fylgjast alls konar kynlífsverkafólki úti. Búin að læra ógeðslega mikið um söguna, sem mér finnst vera mjög mikilvægur partur ef þú ætlar að taka þátt í þessu. Vita hvaðan þetta kemur og af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru,“ segir hún.

Femínísmi og kynlífsvinna

Ingibjörg segir að hún hefði eytt Facebook-appinu úr símanum sínum vegna umræðu undanfarinna mánaða um vændi og OnlyFans í femínískum Facebook-hópum.

„Ég á ofboðslega erfitt með þetta og tók meðvitaða ákvörðun að vera ekki með Facebook-appið í símanum mínum lengur út af því ég var og er, ég er enn í þessum hópum þó ég sé ekki með appið, í mjög mörgum femínískum hópum,“ segir Ingibjörg.

Edda segir þá: „Ég fór úr þeim öllum sko.“

„Síðustu mánuði hefur vændi komið mjög oft upp í umræðunni í öllum þessum femínista-hópum, ásamt OnlyFans, og ég deili ekki skoðunum með þessum frábæru konum annars. Og ég veit að hvað sem að ég er að fara að segja þá er ég ekki að fara að breyta þeirra skoðun og þær eru ekki að fara að breyta minni skoðun. Þá sé ég rosalega lítinn tilgang í því að vera í hóp sem er stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt og bara rangt og skaðlegt, þannig ég bara beilaði.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“