fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Undirfatamerkið sem íslensku áhrifavaldarnir elska

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. nóvember 2021 20:00

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú fylgir íslenskum áhrifavöldum á Instagram þá hefur undirfatamerkið Lounge Underwear örugglega ekki farið framhjá þér. Það virðist vera einstaklega vinsælt hjá áhrifavöldum sem auglýsa það á Instagram. Meðal annars þær Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Embla Wigum.

Auglýsingarnar eru alltaf vel merktar Lounge Underwear, sem er breskt fyrirtæki stofnað árið 2015, og að um sé auglýsingu eða samstarf að ræða. Það virðist sem svo að fyrirtækið styðst að miklu leyti við samfélagsmiðla þegar kemur að markaðssetningu og þá sérstaklega í gegnum samstörf við áhrifavalda.

Sunneva Einarsdóttir, einn stærsti íslenski áhrifavaldurinn, hefur verið í samstarfi við undirfatamerkið í nokkur ár og auglýsir það reglulega.

Hér má til dæmis sjá færslu frá henni síðan í ágúst 2018 og hefur hún birt fjölda auglýsinga síðan.

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir, sem margir kannast einnig við úr raunveruleikaþáttunum #Samstarf á Stöð 2 ásamt Sunnevu Einars, hefur einnig auglýst fyrir breska undirfatamerkið.

Embla Wigum er einn snjallasti förðunarfræðingur landsins og er með rúmlega 97 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún hóf nýlega samstarf við Lounge Underwear og hefur birt tvær færslur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Embla Gabríela Wigum (@emblawigum)

Brynhildur Gunnlaugs skaust hratt upp stjörnuhimininn á TikTok þegar myndband af henni á miðlinum fékk tugi milljóna í áhorf.

Sjá einnig: Myndband Brynhildar slær í gegn á TikTok með yfir 20 milljónir í áhorf – „Innhólfið mitt er að springa“

Brynhildur er nú með 46 þúsund fylgjendur á Instagram og rúmlega 967 þúsund fylgjendur á TikTok. Rétt eins og Embla hóf hún nýlega samstarf við undirfatamerkið og hefur birt nokkrar færslur síðan.

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, eigandi Bankastræti Club og markaðsstjóri World Class, auglýsti útsölu hjá Lounge Underwear í sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta með 750 þúsund króna tösku – „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort“

Lína Birgitta með 750 þúsund króna tösku – „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Í innsta hring hægri öfgamanna á Norðurlöndunum

Í innsta hring hægri öfgamanna á Norðurlöndunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann spáði fyrir 2022 fyrir tíu árum – Sjáðu hverju hann náði rétt

Hann spáði fyrir 2022 fyrir tíu árum – Sjáðu hverju hann náði rétt