fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Niður með hyljarann – Baugar undir augum þykja nú kúl – „Loksins eru tískuguðirnir að vinna mér í hag“

Fókus
Mánudaginn 22. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum ef ekki áratugum saman hafa konur nýtt sér förðunarvörur til að losna við hina óæskilegu bauga sem eiga það til að myndast undir augunum af hinum ýmsu ástæðum – einkum með hækkandi aldri eða þegar við erum vansvefta. Það var einmitt í þeim tilgangi sem baugahyljarinn svokallaði varð til en slíkir eru þó almennt í dag kallaðir einfaldlega hyljarar enda ætlaðir til að hylja allskonar sem hefðbundinn farði nægir ekki á.

En nú er farið að bera á nýrri tísku hjá unga fólkinu á TikTok. Þar þykir mörgum orðið æskilegt að hafa dökka bauga og nýta farða til að búa slíka til, ef þeim er ekki fyrir að fara.

TikTok-arar hafa brúkað hin ýmsu ráð til að búa baugana til. Allt frá varalit til hyljara getur nýst til að skapa þetta góða klassíska „Ég ætti að vera sofandi núna“ útlit.

Ein þeirra fyrstu sem deildi bauga-myndbandi var Sara nokkur Carstens en af athugasemdum við færslu hennar má álykta að hér sé komin tíska sem fólkinu líkar.

„Ertu sem sagt að segja mér að eitt af því sem ég hef verið mest óörugg með í gegnum tíðina og reynt að hylja árum saman þykir núna aðlaðandi? Ég bara… ég er hamingjusöm,“ skrifar ein.

„Ég er með svakalega bauga. Ég hef alltaf verið óörugg með þá. Ef fólk nær að gera þetta að tísku þá verð ég sko upp með mér og alls ekkert móðguð,“ skrifar önnur.

„Var að frétt að fólk á TikTok er að nota farða til að búa til bauga undir augum. Loksins eru tískuguðirnir að vinna mér í hag.“

 

@saracarstens #duet with @sarathefreeelf #teenvogue ♬ Greek Tragedy (Oliver Nelson TikTok Remix) – The Wombats

Á YouTube hafa nokkur myndbönd úr þessu „trendi“ verið tekin saman en hafa ber í huga að þetta er aðeins lítið brot af þeim fjölda myndbanda sem hafa verið gerð á árinu um hvernig á að búa til hinu fullkomnu bauga með farða. Blaðamaður kýs þó heldur að notast við gamalt og góðkunnugt ráð – spila tölvuleiki langt fram á nótt. Hefur ekki klikkað hingað til.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“