fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Dagbjört gerir upp umdeilda myndbandið – „Að þetta skuli virkilega vera eitthvað sem ég hafi sagt og hvað þá opinberlega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. nóvember 2021 11:00

Dagbjört Rúriks með flétturnar. Mynd/Instagram/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Dagbjört Rúriksdóttir, sem kemur fram undir listamannanafninu DÍA, gerir upp umdeilt tónlistarmyndband.

Í fyrra gaf hún út myndband við lagið „Baby, I‘m Sick“ og skartaði í því mörgum litlum föstum fléttum eða „cornrows“ eins og þær eru kallaðar á ensku. Flétturnar eiga sér langa sögu í menningu svartra og er gjarnan litið á það sem menningarnám (e. cultural appropriation). Það er þegar einstaklingar í forréttindastöðu nýta sér menningu þeirra sem eru ekki í forréttindastöðu án þess að átta sig á þeirri menningarlegu vigt sem tiltekið fyrirbæri hefur. Sem annað dæmi um menningarnám er „blackface“.

Dagbjört var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Hún steig fram og sagðist verða fyrir einelti og árásum á netinu vegna hárgreiðslu hennar.

„Ég kom alveg af fjöllum þegar áreitið og gagnrýnin kom varðandi flétturnar,“ sagði hún í júlí 2020. Hún sagði jafnframt að henni þætti það ekki rétt að fólk gæti „bannað sér“ að vera með fléttur.

Sjá einnig: Dagbjört svarar gagnrýnendum – Segist hafa orðið fyrir einelti og árásum á netinu

Dagbjört hefur nú beðist afsökunar á myndbandinu og því sem hún sagði í kjölfar gagnrýninnar í Story á Instagram. En þar lét hún eftirfarandi ummæli falla: „Af hverju að pirra sig yfir einhverju sem gerðist fyrir milljón árum síðan,“ ásamt öðrum ummælum.

Í færslu á Instagram sem hún deildi á dögunum segir hún að þetta hefur legið lengi á hjarta hennar. „Svo lengi og er komið á það level að mér er flökurt og verð að segja eitthvað,“ segir hún.

„Ég hef oft rætt um þetta við sálfræðing og vini, reynt að afsaka þetta og fleira til að líða betur en ekkert virkar.“

Var ekki að hugsa

Dagbjört segir að hún hefði „skreytt mig með cornrow fléttum“ fyrir tónlistarmyndbandið. „Ég gerði það án allrar umhugsunar fyrir utan það að mér fannst og finnst ennþá lúkkið vera nett sem myndi passa í nett tónlistarmyndband við frekar nett lag þó ég segi sjálf frá,“ segir hún og heldur áfram.

„Ég hafði ekkert frætt mig eða pælt í því af hverju það skyldi móðga fólk og því kom það mér í opna skjöldu þegar ég fékk rununa af drullunni yfir mig við það og særðist svo þar sem ég vissi að ég meinti ekkert nema vel sem leiddi til að ég ákvað að svara fyrir mig í Story án þess að fræða mig neitt fyrir það full af réttlætiskennd. Sagan sem ég sagði mér var bara „allir eiga að fá að vera eins og þeir vilja svo lengi sem það er ekki gert í þeim tilgangi að særa/móðga/vanvirða neinn“ en í leiðinni fræddi ég mig ekkert áfram [sic], hlustaði þegar eitthvað var sagt né reyndi að skilja af hverju staðan gæti verið önnur.“

Dagbjört segir að aðstæðurnar versnuðu eftir að hún tjáði sig í Story. „Eðlilega gref ég mig bara lengra niður og gerði svo það sem ég ætlaði að gera betra enn verra með öðru story-i nokkrum mánuðum seinna. Ég sagði hluti sem ég heyri ennþá í hausnum á mér fyrir svefn eins og „af hverju að pirra sig yfir einhverju sem gerðist fyrir milljón árum síðan“ og eitthvað í þá áttina. Sú fáfræðsla og vanþekking gefur mér hroll í dag að þetta skuli virkilega vera eitthvað sem ég hafi sagt og hvað þá opinberlega.“

Að lokum biðst Dagbjört afsökunar. „Ég vil bara biðjast innilegrar afsökunar á öllu sem ég sagði sem að reiddi marga og meiddi líka. Ég vil fræðast og ég vil gera betur í dag.“

Ásamt færslunni birtir hún þrjár myndir af sér með umdeildu flétturnar sem voru teknar fyrir tónlistarmyndbandið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 𝑫𝑰𝑨 (@dagbjortruriks)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“