Kona hefur verið handtekin í Texas í Bandaríkjunum eftir að myndband af henni skvetta súpu yfir starfsmann á mexíkóskum veitingastað. TMZ greinir frá.
Konan var svona reið því hún sagði súpuna hafa verið svo heita að plastlokið bráðnaði. Hún hringdi fyrst á staðinn en „kom síðan aftur á veitingastaðinn og byrjaði að rífast við starfsmann.“
Í myndbandinu, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, má sjá konuna ræða við Janelle Broland, yfirmann á staðnum. Skyndilega tekur hún súpuílátið og skvettir öllu innihaldinu yfir starfsmanninn áður en hún rýkur út.
Angry customer throws soup in the face of restaurant manager pic.twitter.com/oyOsYy943S
— The Sun (@TheSun) November 12, 2021
Janelle fór yfir atvikið í samtali við TMZ. Hún sagði að konan hefði komið og sótt súpuna en komið aftur tíu mínútum seinna til að kvarta. Hún segir að konan hefði verið brjáluð því eitthvað af plastumbúðunum var í matnum hennar.
Jannelle var eini yfirmaðurinn á vakt þennan dag og segist hafa reynt að hafa stjórn á aðstæðum með því að biðja konuna afsökunar og bauðst til að endurgreiða henni súpuna að fullu og/eða hún mætti velja sér eitthvað annað af matseðli. Konan var greinilega ekki sátt við þetta og heimtaði að fá að tala við einhvern annan yfirmann, einhvern sem væri hærra settur innan fyrirtækisins. Þegar Jannelle reyndi að útskýra fyrir konunni að það væri ekki annar yfirmaður á staðnum fauk svoleiðis í konuna að hún skvetti allri súpuna framan í Jannelle.
Lögreglan er að rannsaka málið og segist Jannelle ætla sér að kæra konuna. Þar til hefur hún verið bönnuð á staðnum.