fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Saga B blæs á rætnar kjaftasögur – „Það þýðir ekki að sonur minn sé horfinn úr lifi mínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 14:30

Saga B. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og áhrifavaldurinn Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem Saga B, blæs á rætnar kjaftasögur varðandi son sinn og hlutverk hennar sem móður.

Saga B á níu ára son úr fyrra sambandi. Hún deilir forræði með barnsföður sínum og er sonur hennar hjá henni aðra hvora viku. Áður en hún steig fram í sviðsljósið sem tónlistarkona deildi hún reglulega myndum af syni sínum en eftir að fylgjendahópur hennar stækkaði og hún varð opinber persóna ákvað hún að virða friðhelgi hans og deila mun minna efni af honum. Í kjölfarið fóru af stað kjaftasögur um hvar sonur hennar væri, að hún væri hætt að hugsa um hann því hann væri ekki á samfélagsmiðlunum hennar og svo framvegis.

Söngkonan ákvað að svara þessum orðrómi fyrir fullt og allt.

Þýðir ekki að sonurinn sé horfinn úr lífi hennar

„Fyrir ári síðan breytti ég miðlinum mínum þar sem ég ákvað að koma út sem listakona í tónlist. Draumur sem ég hef haft frá því að ég man eftir mér,“ segir hún.

„Ég hugsaði dæmið út frá öllum sjónarhornum og eftir að fylgjendahópurinn stækkaði voru fleiri hlutir til að hugsa um, meðal annars hversu persónulegu efni ég ætti að deila. Ég var mjög dugleg að birta efni af syni mínum og daglegu lífi. Ég ákvað að deila minna af persónulegi efni sem tengist mínu nánustu, því ég er að reyna að skapa ímynd af mér sem listakonu. Það þýðir ekki að sonur minn sé horfinn úr lífi mínu eða að hann búi ekki hjá mér lengur,“ segir hún.

„Bergþór á pabba sem er jafn mikilvægur í hans lífi og mínu og hann skiptir tíma sínum jafnt á milli okkar.“

Saga B er dugleg að ferðast til útlanda og var á dögunum í London. „Þegar ég fæ spurningar um hvar barnið mitt sé þegar ég ferðast, af hverju ég sé hætt að setja inn myndbönd af honum eins og ég gerði áður, þá hugsa ég hvaða máli það skiptir einhverjum sem tengist okkur ekkert.“

Það sem er enn verra er að hún byrjaði að heyra ljótar kjaftasögur um sig í kjölfarið. „Að það sé búið til alls konar slúður í kringum eitthvað sem er engin grundvöllur fyrir er sérstakt. Litli demanturinn minn á skilið friðhelgi og þess vegna kýs ég að sýna ekki öll hans lífspor á miðli sem er tileinkaður mér,“ segir hún.

„Ég á frábæran son sem er að mótast sem einstaklingur. Hann er mikilvægasti parturinn af mínum vexti sem kona. Ég átti hann ung en ég er enn einstaklingur og lifi mínu lífi samkvæmt mínum vilja og það mega allir gera sitt að mínu mati, og það hefur enginn rétt á að dæma annarra manna ákvarðanir og lífsleið.“

Saga B hvetur fólk til að hætta að dæma aðra og pæla svona mikið í því hvað aðrir gera. Hún segir að henni hefði þótt mikilvægt að koma hlutunum á hreint svo að fólk sé ekki að búa til sögur án þess að þekkja til málsins.

Þú getur fylgst með Sögu B á Instagram og hlustað á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla