fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Hann hafði verið að áreita hana í marga mánuði – Augnablikið sem hún lætur hann heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. nóvember 2021 14:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Chelsie Gleason birti myndband af því þegar hún lét mann, sem hún segir hafa áreitt sig svo mánuðum skipti, loksins heyra það.

Hún deildi myndbandinu á TikTok fyrir fjórum dögum og hefur það fengið yfir 32 milljónir í áhorf og vakið gríðarleg viðbrögð. Hún hefur síðan þá birt tvö önnur myndbönd þar sem hún fer yfir það sem gerðist og forsögu málsins.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Chelsie æfa þegar maðurinn reynir að tala við hana. Hún er með heyrnartól og ákveður að hundsa hann. Maðurinn fer þá í burtu en bendir síðan á hana og kemur síðan alveg upp að henni. Þá bregst Chelsie við og öskrar á manninn að koma ekki nálægt sér.

@justchessleebeing a female is fun(:♬ original sound – Chelsie Gleason

Í myndböndunum útskýrir Chelsie að maðurinn hafi fyrst gefið sig á tal við hana fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafi þá komið upp að henni á meðan hún var að æfa, sagt henni að formið hennar væri gott og gefið henni óumbeðin ráð. Chelsie ræddi ekkert frekar við manninn en hann hélt áfram að gefa sig á tal við hana, þrátt fyrir að hún sýndi engan áhuga á að ræða við hann.

„Þetta var byrjað að vera mjög skrýtið. Ég skildi ekki af hverju hann væri enn að gefa sig á tal við mig, ég var búin að segja honum að láta mig í friði. Að ég þyrfti ekki hjálp og vildi ekki ráðin hans, að ég væri ekki að biðja um neitt frá honum,“ segir hún.

Chelsie heldur því síðan fram að maðurinn sé ekki alveg heill á geði. Hann talaði mikið um alls konar samsæriskenningar, sagði að svartur sendiferðabíll væri að elta hann, að það væri verið að breyta persónuleikum fólks og þar eftir götunum. „Hann kallaði mig oft „fokking svikara,““ segir hún.

@justchessleeHeres the long awaited story time! Again thank you @crunchfitness for all the help ! ##fitness ##fitnessgirls♬ original sound – Chelsie Gleason

Hún lýsir ógnvekjandi atviki þar sem hann kallaði hana öllum illum nöfnum. Málið náði hápunkti eftir að Chelsie birti myndbandið á TikTok. Hún segir að starfsfólk líkamsræktarstöðvarinnar hefði brugðist frábærlega við og eftir síðasta atvikið var ákveðið að taka á málinu.

Manninum var meinaður aðgangur að ræktinni en hann lét það ekki stoppa sig og reyndi að komast inn. Lögreglan var þá kölluð á staðinn og þá kom í ljós að i þegar var búið að gefa út handtökuheimild á hendur honum fyrir að eltihrella aðra konu. Hann er nú í fangelsi og þakkar Chelsie starfsfólkinu kærlega fyrir stuðninginn.

@justchessleeAlso was not trying to bash the gym at all by making the post just Spreading Awareness!! ##besafe ##gymgirls ##fitness♬ original sound – Chelsie Gleason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“