fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Vill verða þriðji aðilinn í sambandi Harry og Meghan – „Þau eru bæði svo myndarleg og kynþokkafull“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 22:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Bentley, OnlyFans stjarna og fyrrum Playboy fyrirsæta, segist vera afar hrifin af hjónunum Harry prins og Meghan Markle. Jenna, sem er frá Montana-ríki í Bandaríkjunum, segir að hana dreymi um að verða þriðji aðilinn í sambandi þeirra. Frá þessu greinir DailyStar

Þó ósk hennar um að verða þriðji aðilinn í sambandi hjónanna verði eflaust ekki að veruleika þá sakar ekki að reyna. Hún segist eiga mikið sameiginlegt með Meghan. „Við höfum báðar verið mikið í sviðsljósinu og við erum báðar kraftmiklar viðskiptakonur sem vita hvað þær vilja,“ segir hún um líkindi sín og Meghan. „Svo er Harry, hann virðist vera svo indæll og fyndinn. „Þau eru bæði svo myndarleg og kynþokkafull.“

Jenna komst fyrst að því að hún laðaðist ekki bara að karlmönnum þegar hún dvaldi í Playboy-höllinni. Hún segir að þar hafi hún fengið kynferðislega vakningu en hún svaf fyrst með konu þegar hún dvaldi þar. Hún skilgreinir sig sem pankynhneigða en það þýðir að hún laðist að öllum kynjum. Oft er pankynhneigð lýst með þeim hætti að fólk laðist frekar að persónuleika fólks heldur en kyni þess.

Laðast að bæði Harry og Meghan

Ljóst er að Jenna er afar hrifin af Meghan en henni fannst hún vera æðisleg í sjónvarpsþáttunum Suits. „Ég tengdi mjög mikið við hennar sögu, að vinna sig svona upp. Hún náði í það sem hana langaði í og kynlífssenan í skjalaherberginu – guð minn góður, það var svo heitt.“

Þá útskýrir hún einnig hvers vegna hún laðast að Harry. „Hann hefur alltaf verið skemmtilegi bróðirinn,“ segir hún. „Ég hef aldrei laðast að strákum með rautt hár en það er eitthvað við hann, hann er bara svo heillandi og hvernig hann stendur með Meghan í gegnum þetta allt saman sýnir bara hversu indæll hann er.“

Telur að hún væri góð viðbót í sambandið

Jenna segir Harry og Meghan vera hið fullkomna par en hún gæti þó bætt einhverju við sambandið þeirra ef hún fær að vera hluti af því. „Ég held þau séu fullkomið par nú þegar en ef ég kæmi inn í sambandið þeirra þá held ég að ég gæti bætt við smá fjöri og hjálpað þeim að losa um það sem þau virðast bæði nauðsynlega þurfa að losa um.“

Hún vonast að hún fái að hitta parið og óskar þess að draumurinn rætist. „Ég er alltaf í Los Angeles svo vonandi rekst ég á þau í einhverri veislu. Ég held að ég gæti hjálpað þeim að kynnast lífinu almennilega hérna í Bandaríkjunum og ég gæti hjálpað konunglegu fjölskyldunni með nútímann. Svo myndi ég elska að fá að hitta drottninguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku