fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fókus

Telur upp ástæður fyrir því að deita trans mann – „Við vitum hvernig píkan virkar“

Fókus
Föstudaginn 8. október 2021 22:00

Demitri Rodriguez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trans maður segir að hann getur stolið kærustu hvaða karlmanns sem er því hann „veit hvernig píkan virkar.“

Demitri Rodriguez er frá Stratford-upon-Avon í Bretlandi. Hann er 22 ára trans maður og er duglegur að deila ýmsu trans tengdu á TikTok.

Eitt myndbanda hans hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu telur Demitri upp nokkrar ástæður fyrir því að „þú ættir að deita trans mann.“ Demitri segir að trans karlmenn skilja hvernig stelpur hugsa og kunna að koma fram við þær almennilega.

„Við eigum það til að vera betri í svefnherberginu þar sem við vitum hvernig píkan virkar þar sem við fæddumst með eina slíka,“ segir hann.

Demitri segir einnig að trans karlmenn alast ekki upp með „flagara hugsunarháttinn“ (e. fuck boy mentality).

Í samtali við LadBible segir Demitri að konur sem hann hefur sofið hjá hafa lýst því yfir að héðan í frá munu þær aðeins deita trans karlmenn vegna hæfileika hans í svefnherberginu.

@inkedupdemitriThe ##question is would ##you ##date a ##trans man – ##fyp ##transgender ##single ##transition ##viral ##trend ##famous ##british ##uk ##boys ##girls ##lgbt ##fypシ♬ Classic – MKTO

„Ég á margar vinkonur sem hafa sagt mér frá ömurlegri kynlífsreynslu því gaurarnir vita ekki hvar snípurinn er staðsettur. Ég fæddist með einn svo ég veit það allavega. Nokkrar stelpur sem ég hef sofið hjá hafa lýst því yfir að héðan í frá munu þær aðeins deita trans karlmenn. Þær segja að kynlífið sé bara ekki eins,“ segir hann.

„Ég deildi myndbandinu því ég hef heyrt frá mörgum trans vinum mínum að konur vilja ekki deita þá vegna ýmissa líkamshluta og þess háttar. Og því ég er svo opinn sjálfur. Ég ákvað að gefa fólki eitthvað til að tala um. Ég bjóst samt ekki við að það myndi fá svona mikla athygli og ég bjóst heldur ekki við að konur myndu hafa samband við mig og sækjast eftir því að fara á stefnumót með mér. Það var smá sjokk.“

Demitri segir að af öllum þeim sem höfðu samband tókst tveimur stelpum að fanga athygli hans.

Getur stolið kærustum

Demitri segir að honum finnst konur mun opnari og skilningsríkari varðandi kyn hans heldur en sískynja karlmenn, sem finnst þeim oft ógnað.

„Ég held að sú staðreynd að ég geti stolið kærustum þeirra ef ég vil ógni þeim,“ segir hann.

„Ég veit hvað stelpur ganga í gegnum. Ég var áreittur þegar ég var kvenkyns. Sumir karlmenn alast upp með ákveðið hugarfar, þar sem það er í lagi að klípa í rass kvenna. Ég myndi aldrei gera það því ég veit hvernig þetta er. Ég veit hvernig stelpum líður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara