fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Gifti sig og fékk yfir sig holskeflu ljótra athugasemda vegna holdafars síns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. október 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lena Dunham gekk í það heilaga á dögunum með sínum heittelskaða, tónlistarmanninum Luis Felber.

Hún birti fallegar og skemmtilegar myndir frá deginum á vef Vogue.

Í kjölfarið fékk hún yfir sig holskeflu ljótra athugasemda og virtust netverjar hafa nóg að segja um holdafar hennar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lena Dunham (@lenadunham)

Lena tjáir sig um þetta í færslu á Instagram og bendir á að hamingja og holdafar helst ekki í hendur.

Hún segir að margar athugasemdirnar hefðu verið á þann veg að hún ætti að „skammast mín því líkami minn er búinn að breytast síðan ég var í sjónvarpinu.“

„„Borðaði Lena meðleikara sína í Girls“ er bara ekki góður brandari,“ segir hún.

„[Gömlu] myndirnar sem fólk er að bera mig saman við eru frá því að ég var í virkri neyslu með ógreindan sjúkdóm,“ segir hún.

„Hvenær munum við læra að hætta að setja samasemmerki á milli þess að vera grönn og heilbrigð/hamingjusöm? Auðvitað getur þyngdartap verið afleiðing þess að gera jákvæðar breytingar í hegðun og venjum, en gettu hvað? Þyngdaraukning getur verið það líka,“ segir hún.

Hjónin. Mynd/Getty

„Ég er búin að vera edrú í fjögur ár og yfir þennan tíma hef ég orðið að einhverri sem sækist eftir almennu heilbrigði en ekki bara afrekum. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að ég er systirin, vinkonan og dóttirin sem ég vil vera og [ég] kynntist eiginmanni mínum (sem kannast ekki við mig á þessum gömlu myndum því hann sér hvað ljósið var dauft innan með mér.“

Að lokum segir hún:

„Ég er að opna mig um þetta fyrir alla sem hafa breyst í útliti vegna tíma, veikinda eða einhverra aðstæðna, það er í lagi að lifa í líkamanum þínum alveg eins og hann er núna án þess að láta eins og þetta sé tímabundið ástand. Ég er að því og er virkilega að njóta þess.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lena Dunham (@lenadunham)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið