fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Segir Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á hinu alræmda „Blurred Lines“ myndbandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. október 2021 14:30

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski stigið fram með þær eldfimu ásakanir að söngvarinn Robin Thicke hafi kynferðislega áreitt hana við tökur á tónlistarmyndbandinu „Blurred Lines“.

Fyrirsætan kom fram í myndbandi við hið heimsfræga lag sem kom út árið 2013. Pharrell Williams og T.I. komu einnig fram í myndbandinu ásamt tveimur öðrum fyrirsætum.

Myndbandið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Á meðan karlmennirnir voru fullklæddir voru fyrirsæturnar berar að ofan og aðeins í nærbuxum. Texti lagsins var einnig gagnrýndur og er óhætt að segja að myndbandið sé í dag orðið alræmt.

Það komu út tvær útgáfur af myndbandinu, það sem var ekki ritskoðað og vakti allan þennan usla má sjá hér, en þú þarft að vera átján ára og eldri, og með aðgang að YouTube. Hina útgáfuna má sjá hér að neðan.

Emily tjáir sig nú um atvik sem gerðist á tökustað í nýrri bók sinni „My Body“. Hún sakar Robin Thicke um að hafa „gripið í brjóst“ hennar þegar hann stóð á bak við hana.

„Allt í einu, upp úr þurru, fann ég fyrir köldum og ókunnugum höndum einhvers halda utan um ber brjóst mín. Ég færði mig strax í burtu og horfði aftur fyrir mig á Robin Thicke,“ segir hún í bókinni.

Emily segir að hún hefði til að byrja með haft gaman á tökustað en Robin hefði síðan orðið drukkinn og dónalegur.

„Leikstjórinn, Diane Martel, kallaði og spurði hvort það væri í lagi með mig. Ég bar höfuðið hátt og yppti öxlum, forðaðist að mynda augnsamband og fann fyrir niðurlægingunni renna um æðar mínar. Ég brást ekki við, ekki þannig, ekki eins og ég hefði átt að gera,“ segir hún.

Leikstjórinn staðfestir atvikið

Leikstjórinn hefur staðfest atvikið í samtali við Times. „Ég man eftir augnablikinu þegar hann greip utan um brjóst hennar. Eitt í hvorri hendi. Hann stóð á bak við hana […] Ég öskraði mjög reiðilega: „Hvað í fjandanum ertu að gera?! Nú er nóg komið, við erum hætt í tökum!!“

Bókin kemur út 19. október næstkomandi. Í bókinni segir Emily að hún hafi ekki talað um atvikið í viðtölum eftir útgáfu myndbandsins. Hún segir að hún hafi ekki viljað hugsa um þetta og vildi vernda Martel, leikstjórann, því hún veitti henni svo mikinn stuðning sem og hinum ungu fyrirsætunum sem komu fram í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðlaug segir að sonur hennar hefði ekki lifað biðina af – „Ég þurfti að hringja á sjúkrabíl í eitt skiptið“

Guðlaug segir að sonur hennar hefði ekki lifað biðina af – „Ég þurfti að hringja á sjúkrabíl í eitt skiptið“
Fókus
Í gær

12 staðreyndir um Ísland sem enginn talar um

12 staðreyndir um Ísland sem enginn talar um
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ástæður fyrir því að þú ættir að sofa nakin

8 ástæður fyrir því að þú ættir að sofa nakin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrirbærið sem enginn er hrifinn af tryggði ÍR sæti í úrslitum

Fyrirbærið sem enginn er hrifinn af tryggði ÍR sæti í úrslitum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir heimskulegasta húðflúr allra tíma

Fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir heimskulegasta húðflúr allra tíma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur loks þögnina um glæpinn – „Fannst ég vera slæm móðir ef ég gerði þetta ekki – svo ég gerði það“

Rýfur loks þögnina um glæpinn – „Fannst ég vera slæm móðir ef ég gerði þetta ekki – svo ég gerði það“