Dansstjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir átti afmæli í gær og hélt upp á afmælið í miðbæ Reykjavíkur.
Ástrós varð 27 ára í gær og létu bestu vinir hennar sig ekki vanta til að fagna með henni. Áhrifavaldarnir Birgitta Líf, Sunneva Einars, Magnea Björg, Hildur Sif og Kristín Péturs mættu að sjálfsögðu, eða LXS-gengið eins og þær eru betur þekktar.
Kærasti Ástrósar, Adam Helgason, var einnig viðstaddur ásamt kærasta Sunnevu, Benedikt Bjarnasyni, sem er sonur fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar.
Þegar svona margir áhrifavaldar koma saman er óumflýjanlegt að sjá myndir af því á Instagram og fengu fylgjendur að fylgjast með atburðum kvöldsins í Instagram Story.
Vinahópurinn byrjaði að snæða og drekka margaritur á Fjallkonunni og færðu sig síðan yfir á skemmtistað Birgittu Lífar, Bankastræti Club.
Þau virtust hafa skemmt sér konunglega.
Fókus óskar Ástrós innilega til hamingju með afmælið.