fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Angelina Jolie víkur sér undan spurningum um The Weeknd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 15:30

T.v: Skjáskot úr viðtalinu. Angelina Jolie og Salma Hayek. T.h: The Weeknd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vangaveltur hafa verið um mögulegt ástarsamband leikkonunnar Angelinu Jolie og tónlistarmannsins The Weeknd.

The Weeknd heitir réttu nafni Abel Makkonen Tesfaye.

Síðan í sumar hefur sést til stjarnanna saman þrisvar en hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið. Og ætla greinilega ekki að gera það á næstunni ef marka má hvernig Angelina vék sér undan spurningu um The Weeknd í nýlegu viðtali.

Angelina Jolie leikur í nýju Marvel myndinni The Eternals sem kemur út þann 5. nóvember næstkomandi. Hún er því á fullu að kynna myndina ásamt meðleikurum sínum. Hún og Salma Hayek voru í viðtali hjá E! News á mánudaginn þegar þáttastjórnandinn spurði hvort að börnin hennar væru meira spennt fyrir því að hún væri í myndinni eða vináttu hennar og The Weeknd.

Angelina Jolie á sex börn með fyrrverandi eiginmanni sínum og leikaranum Brad Pitt.

Atvikið var frekar vandræðalegt en Angelina er fagmaður fram í fingurgóma og kom sér auðveldlega undan spurningunni og sagði:

„Þau eru mjög spennt fyrir myndinni, ef það er það sem þú ert að spyrja að.“ Og deildi síðan augnaráði með Salmu Hayek.

Skjáskot úr viðtalinu.

Aðdáendur virðast því þurfa að bíða aðeins lengur eftir því að stjörnurnar tjái sig um hvort annað. Við bíðum þolinmóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“