fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Fókus

Sérkennilegasta fantasían sem kynlífssérfræðingur hefur heyrt um

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 21:00

Lauryn og Justin ræddu málin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Justin J. Lehmiller ræðir um kynlífsfantasíur, trekanta og hvernig kynlíf getur styrkt sambönd í hlaðvarpsþættinum TSC: Him & Her.

Dr. Justin J. Lehmiller er bandarískur félagssálfræðingur og rithöfundur. Hann starfar sem rannsakandi við Kinsey stofnunina við háskólann í Indiana. Hann hefur meðal annars skrifað bækurnar Tell Me What You Want: The Science of Sexual Desire and How It Can Help You Improve Your Sex Life og The Psychology of Human Sexuality.

Hann er gestur hjónanna og hlaðvarpsstjórnandanna Lauryn Evarts Bosstick og Michael Bosstick. Hann fer um víðan völl í viðtalinu en ein klippa úr því hefur vakið mikla athygli. Lauryn spyr Justin út í sérkennilegustu fantasíuna sem hann hefur heyrt um.

@dearmediaWell that’s a new one 😳 ##fantasies ##relationships ##podcastnation ##tscpodcast ##dearmedia♬ Monkeys Spinning Monkeys – Kevin MacLeod

„Ég er viss um að þú hefur heyrt þetta allt,“ segir hún og hann svarar játandi.

„Hvaða fantasía er alveg: „Ókei mér hefði aldrei dottið þetta í hug?““

Dr. Justin segir þá frá fantasíu sem kona deildi með honum. „Stærsta fantasían hennar er að vera bundin á miðju bæjartorgi, vera neydd til að innbyrða hormóna svo hún myndi mjólka stöðugt og síðan geti fólk komið og stundað kynlíf með henni og mjólkað hana hvenær sem það vill,“ segir hann við Lauryn sem starir gapandi á hann.

„Og það kom í ljós að hún er ekki sú eina með þessa fantasíu. Ég komst að því að það eru tugir erótískra skáldsagna á Amazon um „mennskar kýr“. Það eru mörg hundruð myndbönd af „mennskum kúm“ á klámsíðum. Þetta er eitthvað sem er til. Þetta er eitt af því sem ég elska við vinnuna mína, ég er alltaf að læra um eitthvað nýtt sem kveikir í fólki.“

Það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsstreymisveitum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Jólagír á stelpunni þessa fyrstu helgi í aðventu“

Vikan á Instagram – „Jólagír á stelpunni þessa fyrstu helgi í aðventu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Finnur hæstánægður með dularfulla vegglistaverkið sem birtist óvænt á bílskúrnum – „Bestu þakkir fyrir“

Finnur hæstánægður með dularfulla vegglistaverkið sem birtist óvænt á bílskúrnum – „Bestu þakkir fyrir“