fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Gefur 5 og 6 ára sonum sínum brjóstamjólk – „Ég vildi ekki smita hann af kvíðanum mínum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. október 2021 17:30

Skjáskot - The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheryl Wynne, 39 ára gömul móðir frá Wakefield á England, hefur vakið athygli fyrir að gefa 5 og 6 ára gömlum sonum sínum brjóst. Þeir fá brjóstamjólk hjá móður sinni fyrir og eftir skóla en hún ætlar ekki að hætta að gefa þeim brjóst fyrr en þeir ákveða sjálfir að hætta því.

„Mér finnst ekki rétt að hætta þessu af engri ástæðu. Þetta er það sem þeir eru að biðja mig um og það er líffræðilega eðlilegt þrátt fyrir að það sé ekki samfélagslega samþykkt,“ segir Sheryl í samtali við The Sun um málið.

Sheryl, sem vinnur sem fæðingarþjálfari (e. doula), heldur því fram að brjóstamjólkin, eða „mömmumjólkin“ eins og hún kallar hana, sé hið fullkomna verkfæri fyrir foreldra. Hún segir að brjóstamjólkin rói börnin niður og huggi þau þegar þeim líður illa eða þegar þau eru veik.

Hugsunin um að hætta að gefa drengjunum brjóst hefur alltaf verið til staðar hjá Sheryl. „Valið er ekki bara mitt, við erum saman í þessu, við gerum þetta saman. Það er ekki eins og ég hafi ekkert val, oft biðja þeir um að fá mjólkina og ég segi þeim bara að fara,“ segir hún.

Sheryl hefur ekki fengið neina neikvæðni frá ókunnugum vegna þessa en hennar nánustu hafa þó spurt hana hvort það sé ekki kominn tími á að hætta. Hún segir að strákarnir geri sér grein fyrir því að öðru fólki finnist þetta skrýtið.

„Sá eldri biður ekki um brjóstamjólk þegar við erum ekki heima því hann veit að annað fólk mun sjá það. Hann gerir það bara bakvið luktar dyr heimilisins en yngri sonurinn er sjálfsöruggari. Áður en hann byrjaði á leikskólanum bað hann um að fá mjólk á leikvellinum á morgnana. Hann dró mig að bekknum og tróð sér bara undir hjá mér. Ég vildi segja honum að við ættum ekki að gera þetta þarna því fólk gæti séð en ég vildi ekki smita hann af kvíðanum mínum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann