fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liza Laure frá Essex segir að flestir sem hitti hana haldi að hún sé rétt skriðinn yfir þrítugt, eitthvað sem hún er bæði upp með sér með og að sama bragði geri það hana vandræðalega.

Liza er í rauninni töluvert eldri, alveg tveimur áratugum eldri. Hún er nefnilega 52 ára.

„Stundum verð ég vandræðaleg, en stundum er ég líka stolt af þessu. Það geta líklega ekki margir sagt að þeir séu ranglega taldir vera þrítugir. Mér finnst eins og ég fái meira af hrósum núna heldur en þegar ég var yngri sem er galið.“ 

Hún segir að fólk verði furðulostið þegar hún segi þeim hvað hún er gömul.

„Hvert sem ég fer þá hrósar einhver mér og á bágt með að trúa því hvað ég er gömul. Ókunnugir halda oft að ég sé á bilinu 30-35 ára. Ég segi bara – „Takk“ þar sem þetta er mikið hrós. Ég lendi jafnvel í því að mikið yngir menn reyna við mig en mér finnst það bara fyndið. Þeir fá svo áfall þegar þeir komast að því að ég er nógu gömul til að vera mamma þeirra.“ 

Liza segir ekkert sérstakt leyndarmál að baki unglega útlitinu. Líklega megi þakka góðum snyrtivörum en líka einu óvenjulegu fegrunarráði sem hún segir halda vörum sínum þrýstnum.

Húðrútínan mín er mjög hefðbundin. Ég á engar rándýrar vörur þar sem ég er með ofnæmi fyrir mörgum innihaldsefnum. Því ódýrari vörur, því betra segi ég alltaf. Ég hef aldrei farið í botox eða fyllingar þar sem slíkt hræðir mig. Ég nota farða og gerviaugnhár svona 80% tímans og á þriggja. mánaða fresti sker ég safaríka kartöflu í tvennt og nudda á varirnar mínar. Ég veit ekki hvaðan þetta trikk kemur en þetta hjálpar við að halda þeim þrýstnum. Þetta er góð og náttúrleg leið til að fá þrýstnar varir.“ 

Liza byrjaði fyrir fimm árum að keppa í fegurðarsamkeppnum og segir að það hafi gert kraftaverk fyrir sjálfstraustið hennar. Hún hefur tekið að sér fyrirsætustörf fyrir tískumerki og skartgripasala.

„Ég var einu sinni mjög feimin og hlédræg en dag einn ákvað ég að byrja að fara út fyrir þægindarammann minn og ég hef aldrei litið til baka. Nú er ég sjálfstraust og trúi því staðfast að það sé aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt. Nú hef ég tekið þátt í fjórum fegurðarsamkeppnum og ég elskaði hverja mínútu.“ 

Heimild – The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lawrence opnar sig um áfallið þegar nektarmyndirnar hennar láku á netið

Jennifer Lawrence opnar sig um áfallið þegar nektarmyndirnar hennar láku á netið