fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Bæjarfulltrúi kvaddi vini og vandamenn með færslu frá Leifsstöð – Átti flug daginn eftir

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 11:00

Karl Pétur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, mætti í góðum gír út á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun ásamt dóttur sinnu. Förinni var heitið í langþráða fermingarferð til Napólí þar sem njóta átti lífsins í átta daga. Eins og vænta mátti deildi bæjarfulltrúi tilhlökkun feðginanna með Facebook-vinum sínum í færslu á miðlinum.

„Planið var að fara vorið 2019, þá fór WOW á hausinn, vorið 2020 þurfti í annað sinn að fresta og í þriðja sinn frestuðum við í vor. En nú erum við á leið til Napolí í 8 daga. Í boði mömmu. Þetta er fermingargjöfin hennar til Kötlu eins og til allra barnabarnanna. Hún er með okkur í anda,“ skrifaði Karl Pétur og lét fylgja með mynd fyrir framan Leifsstöð.

Á leið í fríið

Héldu eflaust flestir vinir og vandamenn að næsta færsla yrði úr sólinni við Napólíflóa og því urðu eflaust margir undrandi þegar bæjarfulltrúinn birti færslu á Twitter-síðu sinni úr vosbúðinni við Faxaflóa.

„Kominn til KEF með dóttur minni á leið í fermingarferð. Henti í spikfeitan FB status. Komst að því þegar um 120 manns voru búnin að óska okkur góðrar ferðar að flugið okkar til Napoli er á morgun. 14 ára dóttir mín er þolinmóðasta manneskja sem ég þekki,“ skrifaði bæjarfulltrúinn og hafði augljóslega mikinn húmor fyrir mistökum sínum.

Ætla má að feðginin séu nú lögð af stað til Napólí í tilraun tvö og óskar Fókus þeim góðrar og ánægjulegrar ferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki