fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Afmælisdagurinn er liðinn tíð – Nú er það afmælisvikan

Fókus
Mánudaginn 18. október 2021 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afmælisvika er hugtak sem við höfum heyrt áður, oft í tengslum við fyrirtækjarekstur þar sem sérstök tilboð hafa staðið til boða í vikunni sem fyrirtækið fagnar afmæli, eða þar sem ríkisstofnanir, íþróttafélög, kirkjur og svo framvegis fagna afmæli starfsemi sinnar með ýmsum uppákomum.

Nú hefur færst í aukanna bæði erlendis sem og hérlendis að einstaklingar fagni einnig afmælum sínum um viku skeið. Þá einkum í tengslum við stórafmæli. Vikunni er þá gjarnan fagnað með því að gera vel við afmælisbarnið í mat, drykk og öðru, gjarnan erlendis, og vikunni svo slúttað með sjálfum afmælisdeginum eða afmælisveislunni.

Hógværari útgáfa af afmælisvikunni er svo afmælishelgi sem er þá gjarnan helgin sem næst er afmælisdegi afmælisbarns.

Afmælisvika á Napólí

Fjölmiðlakonan og verkefnastjórinn Snærós Sindradóttir verður þrítug á fimmtudaginn og af því tilefni fór hún með eiginmanni sínum, blaðamanninum Frey Rögnvaldssyni til Ítalíu til að halda upp á stórafmælið. Hún tilkynnti þetta á Twitter.

„Þrítugsafmælis vikan mín formlega hafin og við @freysirogg komin í 9 daga langt foreldrafrí. Ég hef ekki verið svo lengi barnlaus síðan í vikunni fyrir tvítugsafmælið mitt. Klikkuð tilhugsun.“

Afmælisvika á Tene

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir fagnar 29 ára afmæli sínu á morgun. Hún tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram í gær að nú væri afmælisvikan hennar formlega hafinn. Hún fagnar vikunni á eyjunni fögru, Tenerife þar sem hún skálar í kampavíni og nýtur blíðunnar.

Fyrirbærið afmælisvika hefur kannski orðið meira áberandi undanfarið en hefur þó þekkst um minnst nokkurra ára skeið. Ekki eru allir sammála um hvenær afmælisvika hefst eða hvenær henni líkur en hér má sjá nokkrar vangaveltur sem tístarar hafa velt fyrir sér á undanförnum árum:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“