Afmælisvika er hugtak sem við höfum heyrt áður, oft í tengslum við fyrirtækjarekstur þar sem sérstök tilboð hafa staðið til boða í vikunni sem fyrirtækið fagnar afmæli, eða þar sem ríkisstofnanir, íþróttafélög, kirkjur og svo framvegis fagna afmæli starfsemi sinnar með ýmsum uppákomum.
Nú hefur færst í aukanna bæði erlendis sem og hérlendis að einstaklingar fagni einnig afmælum sínum um viku skeið. Þá einkum í tengslum við stórafmæli. Vikunni er þá gjarnan fagnað með því að gera vel við afmælisbarnið í mat, drykk og öðru, gjarnan erlendis, og vikunni svo slúttað með sjálfum afmælisdeginum eða afmælisveislunni.
Hógværari útgáfa af afmælisvikunni er svo afmælishelgi sem er þá gjarnan helgin sem næst er afmælisdegi afmælisbarns.
Fjölmiðlakonan og verkefnastjórinn Snærós Sindradóttir verður þrítug á fimmtudaginn og af því tilefni fór hún með eiginmanni sínum, blaðamanninum Frey Rögnvaldssyni til Ítalíu til að halda upp á stórafmælið. Hún tilkynnti þetta á Twitter.
„Þrítugsafmælis vikan mín formlega hafin og við @freysirogg komin í 9 daga langt foreldrafrí. Ég hef ekki verið svo lengi barnlaus síðan í vikunni fyrir tvítugsafmælið mitt. Klikkuð tilhugsun.“
Þrítugsafmælis vikan mín formlega hafin og við @freysirogg komin í 9daga langt foreldrafrí. Ég hef ekki verið svo lengi barnlaus síðan í vikunni fyrir tvítugsafmælið mitt. Klikkuð tilhugsun.
— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) October 15, 2021
Áhrifavaldurinn og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir fagnar 29 ára afmæli sínu á morgun. Hún tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram í gær að nú væri afmælisvikan hennar formlega hafinn. Hún fagnar vikunni á eyjunni fögru, Tenerife þar sem hún skálar í kampavíni og nýtur blíðunnar.
Fyrirbærið afmælisvika hefur kannski orðið meira áberandi undanfarið en hefur þó þekkst um minnst nokkurra ára skeið. Ekki eru allir sammála um hvenær afmælisvika hefst eða hvenær henni líkur en hér má sjá nokkrar vangaveltur sem tístarar hafa velt fyrir sér á undanförnum árum:
Ah, vikan endar alltaf á sunnudegi sko, nema ef afmælið er á sunnudegi, þá endar á mánudegi. Á þessu ári, eins og síðustu tvö ár, fer ég fim-sun ein til útlanda (þá byrjar afmælisvikan á mánudegi) + reyni að gera eitthvað fyrir eða eftir afmælið hérna heima.
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) January 27, 2018
Afmælisvikan byrjar 6 dögum fyrir afmæli og endar sex dögum seinna. (Svokallað magical birthday week phenomenon)
— Erna Jóna (@Erna_Jona) November 7, 2019
Sérhver skal eiga rétt til að fagna afmæli í viku. Sé um stórafmæli að ræða lengist sá réttur í mánuð.
Sá sem afmæli á ákveður hvenær afmælisvika hefst en afmælisdagur skal þó falla innan vikunnar. Heimilt er sækja um undanþágu frá því vegna sérstakra aðstæðna, svo sem veikinda.— Hildur Eva (@hildureva) January 15, 2020
Ég persónulega byrjaði á að fagna afmæli viku fyrir og viku eftir afmælisdag svona í kringum 2008. pic.twitter.com/NNBoOIGC4X
— Ása Kristín (@enitsirkasa) June 26, 2018