fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Fókus
Föstudaginn 15. október 2021 12:00

Hjónin Whitney (til vinstri) og Megan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesbískt par fær reglulega hvimleiða spurningu um hvort þær séu mæðgur, þó svo að það sé aðeins rétt rúmlega ár á milli þeirra.

Whitney Bacon-Evans, 33 ára, og eiginkona hennar Megan, 34 ára, segjast fá þessa spurningu mjög oft og það er alltaf jafn vandræðalegt þegar ókunnugt fólk heldur að Megan sé móðir Whitney.

Whitney og Megan eru áhrifavaldar í fullu starfi og búa í Bretlandi. Þær nota nú þessar pínlegu uppákomur sem efni í fyndin myndbönd á samfélagsmiðlum.

Skjáskot/TikTok

Hjónin eru afar vinsæl á TikTok með um tvær milljón fylgjendur á miðlinum.

Í samtali við LadBible ræðir Whitney um hversu vandræðalegt það er þegar fólk heldur að hún sé dóttir eiginkonu sinnar. „Ég er 33 ára kona. Ég vil líta út eins og kona,“ segir hún.

„Fyrir um mánuði síðan bankaði sendill að dyrum og ég svaraði. Ég var ekki með neinn farða. Hann spurði mig hvort mamma mín væri heima.“

Þær gengu í það heilaga árið 2017.

Whitney segir að athugasemdirnar hafa meiri áhrif á eiginkonu sína en hana. Hún segir að þær fá að heyra þetta allt að fimm sinnum í viku. „Ég vorkenni Megan því ég veit að innst inni truflar þetta hana. Það er vandræðalegt að þurfa að svara: „Nei, við erum hjón.““

Megan tekur undir sama streng og viðurkennir að þetta kemur henni í uppnám.

Þær reyna þó að líta á spauglegu hliðina og gera grín að þessu á TikTok. Þú getur fylgst með þeim hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“