fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Tantragúrú heimsótti náttúrulaug á Íslandi og fékk strax standpínu – Stundaði kynmök án hreyfingar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. október 2021 13:36

Til vinstri: Shaft Uddin. Skjáskot/YouTube. Myndin til hægri tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shaft Uddin er tantragúrú og er staddur hér á landi. Hann er gestur Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu og opnar sig um kynni sín af tantra og hvernig það fléttast inn í líf hans í dag. Þáttinn má nálgast á hlaðvarpsvef MBL.

Shaft er á Íslandi til að halda námskeið um tantra. Hann heldur reglulega námskeið og fyrirlestra um tantra, auk þess stundar hann það að krafti. Hann stundar kynlíf um þrisvar á dag og það er ekki endilega alltaf  sama konan. Hann leggur mikla áherslu á kynheilbrigði og verjur.

Aðspurður hvernig hann fari að því að finna þrjár manneskjur á dag til að sofa með á Íslandi segir Shaft:

„Ég er ekki kominn þangað ennþá. Það væri indælt þó er það ekki.“

Heimsótti náttúrulaug

Shaft lýsir heimsókn sinni í eina af náttúrulaugum Íslands. Hann fór ásamt íslenskum tantravinum sínum og fékk standpínu um leið vegna þess að tengingin við móður jörð var svo sterk.

Í kjölfarið átti hann samfarir með konu í allavega 20 til 30 mínútur, en ólíkt því sem mætti teljast hefðbundnum samförum þá var engin hreyfing. Hann segir að kynmökin hefðu verið án sáðláts og hreyfingar, orkan frá móður jörð flæddi í gegnum hann og skilaði hann orkunni til konunnar.

Hann lýsir því þegar hann fann fyrir orkunni frá móður jörð. Fyrst hafi honum hætt að vera kalt. „Síðan varð ég harður. Vinkona mín tók eftir því,“ segir hann.

„Tíminn hvarf. Ég var að nota orkuna frá jörðinni […] Ég var harður allan tímann og var inni í henni en við hreyfðum okkur ekki. Ég held ekki að margir karlmenn gætu haldið sér hörðum svona lengi án hreyfingarinnar, spennunnar og athyglinnar.“

Hann lýsir þessu nánar á sirka mínútu 16:20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“