fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Prófaði að vera dökkhærð í einn dag – Í áfalli hvernig komið var fram við hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 20:40

Jodie ljóshærð og Jodie dökkhærð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jodie Weston er ljóshærð og hafði ekki hugmynd um hvaða áhrif hárlitur hennar hafði á fólk fyrr en hún prófaði að vera dökkhræð í einn dag.

Jodie er 27 ára áhrifavaldur og plötusnúður frá London og kemur fram í raunveruleikaþættinum Rich Kids Go Skint á Channel 5. Hún segir að venjulega þurfi hún aldrei að bíða í röð, borga fyrir drykki eða bílastæðasektir, hún hafði þó ekki hugmynd um að það væri ljósu lokkum hennar að þakka. Jodie prófaði að vera með dökkhærða hárkollu í einn dag og var í áfalli þegar hún sá hvernig hegðun fólks gagnvart henni breyttist.

Jodie líkir sér við ljóshærðar skutlur á borð við Marilyn Monroe. Hún ákvað að framkvæma félagslega tilraun og sjá hvernig það væri að vera dökkhærð. Hún setti á sig hárkollu áður en hún fór að versla í matinn og var mjög hissa yfir niðurstöðum tilraunarinnar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jodie Weston (@missjodieweston)

Hún sagði að fólk hefði ekki einu sinni haldið opnum dyrunum fyrir hana og að „allt öðruvísi gaurar hefðu reynt við“ hana. „Ég laðaði til mín týpur eins og endurskoðendur eða menn með gleraugu,“ segir hún.

Þó aukin virðing sé vissulega kostur við að vera dökkhærð þá segir Jodie það hafa ýmsa galla. „Fólk bauð ekki fram aðstoð sína eins mikið. Ætli þau héldu ekki að ég væri bara með hlutina á hreinu,“ segir hún.

„Þegar ég er ljóshærð er fólk mun viljugra til að hjálpa mér og það var blístrað mun meira á eftir mér á götunni.“

Ekki náttúruleg ljóska

Jodie er þó ekki náttúrulega ljóshærð. Hún er dökkhærð af náttúrunnar hendi en byrjaði að lita hárið ljóst eftir erfið sambandsslit árið 2017.

„Ég er mjög hress og glaðvær, persónuleiki minn passar við hárið mitt. Þannig að þegar ég var með alvarlegri hárgreiðslu, þá var komið öðruvísi fram við mig,“ segir hún. „Ég held að konur dæmi mig frekar sem ljósku, þar sem stelpur eru sínir verstu óvinir. Þegar ég er ljóshærð þá dæma stelpur mig og halda að ég sé flenna.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jodie Weston (@missjodieweston)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot