fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Hver er unnusti Tiffany Trump? – Lætur tengdafjölskylduna virðast fátæka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. janúar 2021 11:03

Michael, Tiffany og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiffany Trump, dóttir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er trúlofuð Michael Boulos. Hann fór á skeljarnar daginn áður en Donald Trump lét af embætti, þann 20. janúar síðastliðinn. En hver er nýjasti tengdasonur Trump?

Michael er 23 ára og á ættir að rekja til Líbanon og Frakklands. Hann fæddist í Texas en þegar hann var barn flutti fjölskyldan til Nígeríu, þar sem hún á margra milljarða samsteypu og fjölda fyrirtækja í meira en tíu löndum í Vestur-Afríku.

Auðæfi fjölskyldunnar eru gríðarleg. Michael var ekkert að spara þegar kom að velja trúlofunarhring, sem er að andvirði 155 milljónir króna. Það mætti segja að Michael lætur Trump fjölskylduna virðast fátæka.

En fjölskyldan hefur einnig upplifað mikla sorg. Móðir Michael missti sjö fjölskyldumeðlimi á nokkrum dögum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Michael Boulos (@michaelboulos)

Faðir Michael Trump stuðningsmaður

Daily Mail greinir frá. Miðillinn tók viðtal við föður Michael, Dr Massad Boulos, sem er stuðningsmaður Trump og segir að hann hafi verið besti forsetinn í sögu Bandaríkjanna.

Dr Massad Boulos er ótrúlega ánægður með samband sonar síns og Tiffany Trump. Hann lýsir Tiffany sem fallegri og gáfaðri ungri konu, og að Michael sé afar heppinn.

Fjölskyldan er með tengsl í Nígeríu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Michael fæddist í Texas og er einn af fjórum systkinum. Börnin voru að mestu alin upp í Lagos í Nígeríu, sem er ein af þjóðunum sem Trump kallaði „skítaland“. En það hefur ekki haft áhrif á Michael né faðir hans.

Áður en Michael kynntist Tiffany árið 2018, lifði hann svokölluðum lífsstíl piparsveinsins. Hann eyddi miklum pening á skemmtistöðum, djammaði á snekkjum og keyrði um á lúxusbifreiðum.

Michael og Tiffany Trump.

Erfingi auðæfanna

Dr Maddas Boulos segir son sinn vera snjallan þegar kemur að viðskiptum. Michael er með BA gráðu í viðskiptum frá Regent háskólanum. Hann fékk seinna meistaragráðu frá University of London í verkefnastjórnun og fjármálafræði. Í gegnum árin hefur Michael unnið hjá fjölskyldufyrirtækinu, en þar sem hann er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir er hann einnig að sinna eigin verkefnum þar að sögn föður hans.

Michael mun líklegast koma til með að taka við fyrirtæki fjölskyldunnar í framtíðinni, en faðir hans reiknar með að Michael og Tiffany munu dvelja í Flórída um ókomna tíð.

Michael og faðir hans.

Sorg

Árið 2003, þegar Michael var aðeins sex ára, voru tveir viðburðir sem breyttu fjölskyldunni til frambúðar. Sjö fjölskyldumeðlimir móður hans létust á nokkrum dögum. Fyrst létust frænka hennar og frændi í húsbruna vegna gallaðra jólaljósa.

Á jóladag létust fimm aðrir fjölskyldumeðlimir, meðal annars móðir hennar og bróðir, í flugslysi.

Þessi tvö slys höfðu mikil áhrif á fjölskylduna og sneru þau sér enn frekar að trúnni á þessum erfiðu tímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“