fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. janúar 2021 12:30

Lilja Gísla opnar sig um fitufordóma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Björg Gísladóttir, betur þekkt sem Lilja Gísla, er viðskipta- og förðunarfræðingur, bloggari á Platonic.is og heldur úti hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan ásamt leikkonunni Unni Eggertsdóttur. Í þættinum ræða þær stöllur um nýjustu Bachelor seríuna og fara yfir það helsta í villta og tryllta Bachelor heiminum.

Lilja er einnig vinsæl á Instagram og breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar. Hún skrifaði nýlega pistil um fitufordóma og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila honum áfram með lesendum. Í pistlinum segir Lilja frá því að hún var næstum því búin að láta draum sinn fram hjá sér fara vegna ótta við álit annarra og fordóma.

Lilja hefur lagt mikla vinnu í að elska sig sjálfa, alveg eins og hún er.

Lífshlaup ekki langhlaup

„Síðustu ár hef ég unnið mjög hart að því að taka til í eigin hugsunum. Ég hef lagt mikla áherslu á að þykja vænt um sjálfa mig, elska líkamann minn nákvæmlega eins og hann er í dag og sýna honum þá virðingu sem hann raunverulega á skilið. Á þessum sama tíma hef ég reynt að æfa mig í að láta skoðanir annarra á mér ekki hafa áhrif á mig. Þessi vegferð hefur ekki alltaf verið auðveld og verður í rauninni aldrei búin,“ segir Lilja.

„Suma daga finnst mér ég vera komin á frábæran stað og finnst eins og ekkert geti bugað mig. Ég sé flottust og geti raunverulega gert allt sem mig langar til að gera og mér sé sko skít sama hvað fólki finnst. Aðra daga brota ég niður, finnst ég algjörlega vonlaus og finnst álit annara algjör sannleikur. Ástæðan er einföld, þessi vegferð er ekki bara langhlaup heldur lífshlaup, það tekur engan enda og maður þarf að æfa sig og minna sig á alla daga.“

Lilja furðaði sig á hræðslu sinni, þar sem hún hefur oft áður birt myndir af sér í sundfötum og nærfötum á Instagram. En þetta var öðruvísi.

Allir eiga tilverurétt

Lilja hefur áður opnað sig um fitufordóma og upplifun sína af þeim.

„Mér hefur alls ekki alltaf þótt vænt um sjálfa mig og oft voru það raddir annara sem höfðu áhrif á mína sjálfsmynd. Ég byggði álit mitt á sjálfri mér á því sem samfélagið, fjölmiðlar og allskonar fólk sagði eða þótti vera „norm“. Það að vera feitur passaði ekki við þetta norm og ég gat því engan vegin séð að mín tilvera ætti á nokkurn hátt rétt á sér, svo það borgaði sig að halda sig til hlés, láta lítið á sér bera og halda öllum góðum,“ segir hún og bætir við að það séu asnalega fá ár síðan hún áttaði sig á því að auðvitað ætti hún rétt á sér.

„Og auðvitað á mér að þykja vænt um sjálfa mig, sama hvað talan á vigtinni eða fötunum mínum segir. Ég er manneskja rétt eins og hver annar og holdafar á ekki að skipta máli frekar en hæð, nef, augnlitur, húðlitur, kynhneigð, kyn eða nokkuð annað. Allir, sama hvernig þeir líta út eiga sömu virðingu og tilverurétt skilið.“

Lilja hefur verið dugleg að breiða út þessum boðskap á samfélagsmiðlum og hún hefur unnið mikið í því að byggja upp eigin sjálfsmynd, bæði sjálf og með aðstoð sálfræðings. Í dag er Lilja á góðum stað, en hún segir að vinnan sé stöðug og muni aldrei taka enda.

Lilja lét draum sinn rætast.

Hræðsla við fordóma

Í ágúst-september í fyrra var Lilja næstum því búin að láta draum sinn renna úr greipum sér. „Ég nappaði sjálfa mig við að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum,“ segir hún.

„Þessi tilfnning hefur ekki bankað upp á lengi og það tók mig tíma að átta mig á að hún ætti alls ekki að stoppa mig.“

Lilja er að tala um Fantasíusvítuna, sem er framleidd af stafrænu auglýsingastofunni Kiwi. Þegar þær hófu viðræður við Kiwi áttaði Lilja sig á því að Kiwi framleiðir myndbönd í hljóðformi og einnig í myndbandaformi.

„Myndböndin eru birt á YouTube, en það var það sem hræddi mig. YouTube var vettvangur sem ég hafði lengi horft á sem fjarlægan draum, en aldrei hefði mér dottið í hug að stelpa eins og ég ætti rétt á að taka pláss á YouTube. Ég passaði á engan hátt í normið, og þá væri það svo brjálæðislega opið fyrir allra augum að ég væri í rauninni feit. Sem er fráleitt þar sem ég hef hingað til birt myndir af mér í sundfötum og nærfötum á Instagram, þar sem ég kem til dyranna nákvæmlega eins og ég er,“ segir Lilja.

„Sem betur fer sigraðist ég á þessum hugsunum og tók skref út fyrir rammann.“

Unnur Eggerts og Lilja Gísla.

Í dag eru þær búnar að gefa út á þriðja tug YouTube-myndbanda. „Ég er svo ótrúlega þakklát að ég lét hræðslu við fordóma annarra ekki hafa áhrif á mig. Ég get ekki hugsað til þess að ég hefði látið þetta tækifæri renna mér úr greipum vegna þess að ég væri hrædd við álit annarra.“

Að lokum segir Lilja: „Reynum nú öll að taka höndum saman og hætta að láta útlit annarra og holdafar skipta okkur máli. Gefum öllum sömu virðingu sama hvernig fólk lítur út.“

Fylgstu með Fantasíusvítunni á Spotify, YouTube og Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti