fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fókus

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 08:59

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking segir að það sé eitt sem konur gera ef þær eru hrifnar ef einhverjum, og nú styðja vísindin það. Pistillinn er á News.au.

„Hefurðu einhvern tíma verið skotin í einhverjum og þegar þú gengur frá samræðunum veltir þú fyrir þér hvort að manneskjan hafi verið að daðra við þig, eða hvort hún hafi bara ætlað sér að vera vingjarnleg?“ spyr Jana og segir að það geti verið erfitt að taka eftir því þegar einhver er að daðra við mann, þar sem merkin eru oft mjög lúmsk.

„Þannig að þegar ég rakst á nýja rannsókn sem ræður fram úr því hvernig konur daðra, hugsaði ég: frábært, sjáum hvort ég geri eitthvað af eftirtöldum hlutum,“ segir Jana og bætir við að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, að hennar mati.

„Þú getur verið viss um að kona sé að daðra við þig, allt út frá einni stellingu,“ segir hún.

Rannsakendur notuðu kóðunarkerfi út frá svipbrigðum (e. facial action coding system). „Samkvæmt niðurstöðunum er áhrifaríkasta stellingin ef kona hallar höfðinu aðeins til hliðar og niður, brosir smá og snýr augunum að skotmarkinu,“ segir Jana. „Hugsið Díana Prinsessa.“

Jana Hocking segir að Díana Prinsessa hafi verið með þessa pósu á hreinu.

Jana segist hins vegar gera þetta nánast í hvert skipti sem hún talar við einhvern, sem „náttúruleg daðurdós“ hefur hún komist að því að það séu mun auðveldari og augljósari leiðir til að vita hvort að kona sé að daðra við þig.

„Svona getur þú raunverulega sagt til um það hvort að kona sé hrifin af þér,“ segir Jana og telur upp tíu atriði sem gefa til kynna að kona sé að daðra við þig.

  1. Við lögum hárið okkar um leið og þú kemur inn í herbergið.
  2. Við hlæjum alveg fáránlega mikið í kringum þig, oft að hlutum sem eru ekki fyndnir.
  3. Við förum beint í það að knúsa þig eða kyssa þig þegar við heilsum þér. Að nota hvaða afsökun sem er til að snerta þig er klárlega merki um að við séum hrifnar.
  4. Við vekjum athygli þína. Þegar við höfum áhuga á karlmanni þá viljum við að hann horfi á okkur eins og við horfum á hann. Ef við erum í sama herbergi þá horfum við reglulega til þín og viljum ná athygli þinni.
  5. Við eigum það til að fikta í hárinu okkar eða leika við hálsmenið okkar. Hvað sem er til að róa taugarnar.
  6. Fikta í fötunum. Sama og með hárið. Við viljum líta vel út og þegar sá/sú sem við erum skotin í er í sama herbergi og við, þá eigum við það til að athuga hvort að fötin okkar séu í lagi.
  7. Að biðja um aðstoð við eitthvað sem við þurfum ekki aðstoð við. Þetta er frekar vandræðalegt en hvað sem er fyrir auka fimm mínútna athygli.
  8. Við minnumst á kvikmyndir, hljómsveitir bækur eða þætti sem við vitum að þú ert hrifinn af. Þetta er smá svindl til að búa til tafarlausa tengingu.
  9. Við „töggum“ þig í ýmislegt á samfélagsmiðlum sem við vitum að þú verður hrifinn af. Já, þetta er eins og eitthvað sem unglingar gera, en hver elskar ekki að hlæja. Við erum líka að athuga ef þú hefur sama skrýtna húmor og við.
  10. Og að lokum, pottþétt merki um að við séum að daðra við þig, við erum með opna líkamstjáningu. Þetta er stórt merki! Af einhverri ástæðu hunsa svo margir karlmenn áhugalausa líkamstjáningu og halda áfram að þvinga okkur í samræður. Ef við snúum í áttina að þér, höldum augnsambandi, hlæjum mikið með þér og gefum af okkur vinsamlega strauma, þá eru líkur á því að þú eigir tækifæri. En ef við virðumst áhugalausar eða utan við okkur, krossleggjum handleggi og bökkum frá þér, það er vegna þess að við höfum ekki áhuga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jarðarför Ástu var á föstudaginn – Lætur eftir sig fjögur börn

Jarðarför Ástu var á föstudaginn – Lætur eftir sig fjögur börn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag