fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppkóngur Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sig um samfélagsmiðla og neikvæð áhrif þeirra í viðtali við RÚV.

Páll Óskar segir að hann verður reglulega vitni að rifrildum netverja og missi í kjölfarið trúna á mannkyninu. Hann nefnir einnig áhrifin sem samfélagsmiðlar hafa á krakka og unglinga.

„Þeim líður ekki vel á Instagram þar sem allir eru með stór brjóst og fullkominn rass og kröfurnar eru orðnar gígantískar,“ segir hann við RÚV.

Kemur engum við

Páll Óskar notar sjálfur samfélagsmiðla en aðeins í atvinnutilgangi. Hann deilir ekki fréttum úr einkalífinu né engu öðru sem tengist daglegu lífi hans. Páll Óskar segir að það komi ekki neinum við hvað hann borðar og hann hefur þá reglu að deila aldrei mynd af heimili sínu.

„Ég vel að taka ekki myndir af sjálfum mér heima hjá mér ótt og títt. Ég vil bera virðingu fyrir mínu prívat lífi og ég verð að bera virðingu fyrir heimilinu mínu. Ég vil ekki að hver sem er viti hvernig heimilið mitt lítur út því heimilið mitt er hreiður þar sem ég verð að fá hvíld,“ segir hann.

En þegar hann deilir einhverju á samfélagsmiðlum fær hann „likes“ á heilann. „Ég er orðinn læksjúkur og dagurinn fer í þetta. Hann eyðileggst hjá mér,“ segir hann.

Hann segist óska þess að geta hætt þessu öllu saman en neyðist til að nota samfélagsmiðla til að auglýsa tónleika og verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“