Ár ástarinnar hefur verið viðburðarríkt, hvort sem ný ævintýri hófust eða ástin rann sitt skeið.
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson felldu saman hugi við tökur á þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 haustið 2019. Þau opinberuðu samband sitt í byrjun árs en leiðir þeirra skildu í vor.
Í byrjun júlí komu fyrstu fregnir um að Manuela hefði nælt sér í kvikmyndaframleiðandann Eið Birgisson. Það leið ekki á löngu þar til parið staðfesti fréttirnar. Þau eru flutt inn saman og hafa verið dugleg að flagga ást sinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve Mogensson og Kristín Pétursdóttir hættu saman fyrri hluta árs. Þau eiga saman son og voru eitt vinsælasta par Íslands. Kristín er leikkona og Brynjólfur starfar sem markaðsstjóri KIWI.
Brynjólfur fann þó ástina á ný í örmum CrossFit-stjörnunnar Eddu Falak í lok árs.
Einn vinsælasti tískuljósmyndari landsins, Saga Sigurðardóttir, og tónlistarmaðurinn Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, hættu saman eftir rúmlega árs samband.
Athafnakonan Anna Lilja Johansen og Grímur Alferð Garðarsson, einn eigandi Best Sellers veldisins, ákváðu að fara í sitthvora áttina í ár.
Seint á árinu byrjaði Grímur að rugla saman reitum með athafnakonunni Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, sem er fyrrverandi stjórnarformaður VÍS og fyrrverandi hluthafi í Skeljungi.
Snæfríður Ingvarsdóttir, ein efnilegasta leikkona landsins, og hinn hæfileikaríki Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, hættu saman í byrjun sumars eftir sex ára samband. Það leið þó ekki á löngu þar til leiðir þeirra lágu saman aftur og þau fundu ástina á ný.
Leikstjórinn og kvikmyndaundrið Benedikt Erlingsson og leikkonan, verkefnastjórinn og framkvæmdarstjóri Þjóðleikhússins Tinna Lind Gunnarsdóttir, urðu að einu glæsilegasta pari landsins í ár.
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Guðmundur Gauti Sigurðarson, alltaf kallaður Gauti, hættu saman í sumar eftir tveggja ára samband.
Í lok sumars var Svala komin með nýjan kærasta, Kristján Einar Sigurbjörnsson sem er 22 ára faðir og sjómaður frá Húsavík. Samband þeirra vakti mikla athygli vegna aldurmunarins, sem er 21 ár. Þau trúlofuðust seint á árinu.
Bríet Ísis Elfar, ein efnilegasta söngkona landsins, hætti með kærasta sínum, Halldóri Karlssyni, eða Dóra eins og hann er kallaður, fyrri hluta árs. Þó sambandsslitin sjálf hafi ekki vakið gífurlega athygli á sínum tíma, þá ættu flestir landsmenn að vita til þeirra nú þar sem Bríet söng um ástarsorgina á nýjustu plötu sinni, Kveðja Bríet. Platan hefur vakið mikla lukku hjá hlustendum, sérstaklega fyrir hversu einlæg og falleg hún er.
Bríet varð ástfangin í ástarsorg. Hún byrjaði með Rubin Pollock, gítarleikara Kaleo í sumar.
Landsliðskappinn Kolbeinn Sigþórsson varð einhleypur á ný í ár. Hann var í sambandi með fyrrverandi flugfreyju WOW-air, Hildi Hilmarsdóttur.
Útvarps- og íþróttakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir hóf nýtt ævintýri með hinum bandaríska Aaron Kaufman í byrjun árs.
Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi, og Sunna Sæmundsdóttir byrjuðu saman í ár. Baddi er þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sunna er rísandi stjarna í fjölmiðlaheiminum og fréttamaður hjá Stöð 2 og Vísi.
Alheimsfegurðardrottningin, frumkvöðullinn og markþjálfinn Linda Pé varð einhleyp seinni hluta árs.
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán varð einhleyp á ný í ár. Hún var áður í sambandi með athafnamanninum Jóhanni Wíum, en það slitnaði úr því í vor.
Sjónvarpsstjarnan og handritahöfundurinn Björg Magnúsdóttir og auglýsingahönnuðurinn Tryggvi Þór Hilmarsson byrjuðu saman í ár.