fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Nærfatafyrirsæta stelur athyglinni af Kate Middleton – „Pabbarnir hafa miklu meiri áhuga á henni“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 9. september 2021 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Middleton er eflaust orðin vön því að fólk stari á sig eftir að hún giftist erfingja krúnunnar í Bretlandi. Hún fær þó víst ekki jafn mikla athygli og venjulega þegar hún sækir börn sín á leikskólann.

Börn hennar og William prins, þau George og Charlotte, eru á afar fínum og dýrum leikskóla en þau eru ekki einu börnin á leikskólanum sem eiga fræga foreldra. Samkvæmt foreldri barns á leikskólanum sem ræddi við DailyMail þá fær ein móðir barns á leikskólanum sem mun meiri athygli en Kate.

„Það horfir í rauninni enginn á Kate þegar hún kemur að sækja á leikskólann,“ segir foreldrið. Þessi móðir sem foreldrið er að tala um er nærfatafyrirsæta en foreldrið segir feðurna sem sækja á leikskólann horfa sérstaklega mikið á hana. „Við erum með nærfatafyrirsætu frá Victoria’s Secret sem kemur að sækja barnið sitt á leikskólann, pabbarnir hafa miklu meiri áhuga á henni.“

Ekki er búið að greina frá því hvaða nákvæmlega fyrirsætu um er að ræða en hún er líklega með þeim frægari þar sem gjöldin í leikskólanum eru nokkuð há. Það kostar rúmar 3,3 milljónir að vera með barn á leikskólanum og því er hægt að gera ráð fyrir því að það sé nóg til hjá umræddri fyrirsætu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“