fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Fræga fólkið djammaði í vikunni: Ingó Veðurguð á Bankastræti Club og Halldór Gylfa fór snemma heim

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðbær Reykjavíkur hefur verið troðfullur allar helgar frá því að samkomubanni var aflétt og hafa flest allir Íslendingar farið á alvöru íslenskt djamm eftir 18 mánaða hlé.

Frægir Íslendingar eru engin undantekning og sáust mörg kunnugleg andlit á skemmtistöðum í vikunni. Djammið byrjaði á fimmtudegi eða „litla föstudegi“ eins og hann er stundum kallaður.

Á American Bar var Bacardi Breezer-kvöld og á 203 var autotune-kareoke með Góa Sportrönd en báðir viðburðir drógu til sín ágætis magn af gestum. Seinna um kvöldið sást til Ingó Veðurguðs á nýja skemmtistað Birgittu Lífar, Bankastræti Club, en hann var þar ásamt félögum sínum.

Á föstudeginum var skemmtistaðurinn Húrra opnaður með tilheyrandi látum þar sem Hipsumhaps hélt tónleika. Það var hann Geoffrey Þór Huntington-Williams, eigandi Priksins, sem endurreisti þennan gífurlega vinsæla stað.

Á meðal tónleikagesta voru nokkrar Reykjavíkurdætur, þar á meðal Steiney Skúladóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Hugleikur Dagsson kíkti einnig á tónleikana og sá Hulda Kristín Kolbrúnardóttir sem sló í gegn með Gagnamagninu í Eurovision um að allir fengju nóg að drekka en hún er barþjónn á Húrra.

Það sást til Áslaugar Örnu á Akureyri um helgina en hún skemmti sér á Hótel KEA og á Götubarnum. Vinkona hennar, Birgitta Líf Björnsdóttir, var sama kvöld á Bankastræti Club ásamt vinum sínum, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni, landsliðsmanni í fótbolta.

Á laugardeginum mátti sjá bæði Fannar, söngvara Hipsumhaps, og rapparann Joey Christ á Röntgen en Joey þeytti síðan skífum á Prikinu. Halldór Gylfason leikari sást í bænum um kvöldið en hann tók strætó heim rétt eftir klukkan 23.

Siggi Gunnars, útvarpsmaður, sá um að þeyta skífum á Kiki og hélt hann uppi góðri stemningu þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“