fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 18:30

Myndin er samsett. Skjáskot úr þættinum á RÚV - Mynd í miðju af Sögu: Gunnar Svanberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá fyrr í dag hefur tónlistaratriðið í þætti gærdagsins af Vikunni með Gísla Marteini sem sýnt var á RÚV vakið mikla athygli. Dansararnir í atriðinu vöktu athygli margra en söngkonan og áhrifavaldurinn Berglind Saga, sem gengur undir listamannanafninu Saga B, er ein af dönsurunum sem dönsuðu í þættinum í gær.

Það var tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj sem sá um tónlistaratriðið í gær en frægðarsól Bassa hefur undanfarið risið eftir að hann var eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Æði. „Það er að hitna verulega í myndverinu, það er vegna þess að þú ert með dansara með þér í laginu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi þáttarins, í viðtali við Bassa fyrir tónlistaratriðið.

„Það er súludans og það er svokallað „twerk“. Þú ert að fara að vera með stelpunum og þær eru fáklæddar, ég held að þetta sleppi alveg, að þetta sé innan markana,“ segir Gísli svo og spyr hvers vegna súludansinn varð fyrir valinu. „Þetta er classy og sexy á sama tíma. Þetta er eins og millivegurinn á því að vera strippari og í ballet. Þetta eru bara dívur,“ segir Bassi.

Lesa meira: Rassarnir hristir og súludans í Vikunni á RÚV:Þetta hafa Íslendingar að segja um þáttinn – „Ég er í ÁFALLI“ – „Er þetta fjölskylduþáttur?“

„Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið sitt“

Berglind segir að hún og hinir dansararnir hafi ekki fengið mikinn tíma til að æfa sig þar sem fyrirvarinn var stuttur. „Þetta var verkefni sem við fengum með tveggja daga fyrirvara þannig við gátum ekkert æft okkur almennilega. Þetta var bara ótrúlega gaman, lærdómsríkt ferli, skemmtilegt teymi, ótrúlega mikil fagmennska hjá RÚV. Þetta var bara mjög skemmtilegt og líka gaman að fá að upplifa að fara í RÚV stúdíó og hvað þá að dansa svona fyrir framan alþjóð,“ segir hún í samtali við DV um atriðið.

Blaðamaður spyr þá hvernig atriðið kom til. „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið sitt,“ segir Berglind en þær höfðu fyrir þetta aldrei hist áður, hvað þá dansað saman. „Við fengum lánaða búninga hjá Pólsport, ein af stelpunum sem er á súlunni er að kenna þar. Við hittumst þar daginn áður, fórum í gallana og spjölluðum aðeins saman og hittumst svo bara í uppi í stúdíói í förðun og tókum nokkur rennsli þar yfir daginn,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi aldrei æft dans og að formið sé ekki það besta þessa dagana.

Hún ætlaði upphaflega að vera í hælum í atriðinu og gera hnébeygjur í hælunum en það gekk ekki eftir rennslin. „Ég byrjaði á því en síðan voru lappirnar bara búnar þannig ég fór úr skónum og við enduðum bara þarna eins og á einhverjum strippstað, berfættar og með peningana út um allt.“

Berglind segist ekki hafa þekkt Bassa almennilega fyrir atriðið. „Við erum búin að vera að fylgjast eitthvað með hvoru öðru á samfélagsmiðlum. Flottur strákur og ótrúlega gaman að fylgjast með því sem hann er að gera þannig ég gat ekki hugsað mér annað en að bjóða fram mína liðsheild í atriðið, þetta var bara geggjað hjá honum,“ segir hún

Eins og áður segir er Berglind tónlistarkona en hún sér um allt sitt sjálf. „Frá A til Ö. Ég er ekki með neinn manager eða neinn sem hjálpar mér með það sem ég er að gera sem tengist tónlistinni,“ segir Berglind. „Ég er búin að gefa út EP plötu með fjórum lögum og á undan því var ég búin að gefa út þrjú lög, ég byrjaði í fyrra,“ segir hún svo og bætir við að það sé stórt verkefni á leiðinni. Aðdáendur hennar geta því beðið spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“