fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Ragga Nagli með Covid-19: „Hér fáið þið strangheiðarlega ljósmynd af ástandinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 10:10

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir er landsþekkt sem Ragga nagli og er virk á samfélagsmiðlum undir því nafni þar sem hún skrifar um heilsu á mannamáli. Hún er búsett í Kaupmannahöfn og greindist nýlega með kórónuveiruna.

Hún greinir frá þessu á Facebook. „Kórónaveiran fer greinilega ekki í manngreinarálit og tók sér bólfestu í Naglanum sem hefur státað sig gegnum tíðina af að vera annálað hreystimenni sem fær varla hor í nös. En þrátt fyrir slavíska grímunotkun, óhóflegan handþvott, stöðuga sprittun, tveggja metra reglu, olnbogaskot og félagslega einangrun þá dúndraði Rónan sér inn með hausverk, háan hita, beinverki og slappleika. En lyktar- og bragðskyn hefur sem betur fer haldið velli og fyrir matargat per exelans er það lottóvinningur,“ segir Ragga og deilir mynd með færslunni.

„Hér fáið þið strangheiðarlega ljósmynd af ástandinu, engar krúsidúllur né ondúleringar. Bara ófilteraður raunveruleiki af baðherberginu á Norðurbrú Kaupmannahafnar. Með flugvélagrímu eftir sautjánda lúr dagsins. Í skítugri flíspeysu og upplituðum ‘Áfram Ísland’ bol innanundir. Krossum fingur að Naglinn taki þetta á kassann, og hristi kvikindið af sér sem allra fyrst.

Því það hefur enginn tíma í að liggja í bælinu þegar þarf að sinna skjólstæðingum, rífa í járn og njóta vorblíðunnar í pilsi og sandölum.

Svo liggja stangir og lóð í kjallaranum sem örugglega sakna þess að vera ekki brúkuð daglega. Allavega saknar Naglinn þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“