fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Fókus

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. apríl 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Kardashian-fjölskyldan reyndi að fjarlægja mynd af Khloé Kardashian af netinu.

Amma Khloé, MJ, deildi óvart mynd af Khloé á Instagram. Myndinni hafði ekkert verið breytt í myndvinnsluforritum og fór á flug á samfélagsmiðlum. Myndin fór á enn meira flug eftir að það kom í ljós hversu mikið Kardashian-fjölskyldan var tilbúin að leggja á sig til að fjarlægja myndina.

Khloé endaði með að tjá sig um málið. Hún sagði að útlitsfordómarnir sem hún hefur fundið fyrir í gegnum árin séu miklir.

Sjá einnig: Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Fjöldi netverja bentu á að Kardashian fjölskyldan hafi tekið þátt í að setja svo óraunhæfa fegurðarstaðla fyrir konur að þær eigi sjálfar erfitt með að fylgja þeim.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Khloé Kardashian hefur verið á milli tannanna á fólki fyrir að breyta myndum eða útliti sínu. Andlit hennar hefur breyst töluvert í gegnum árin.

Ýmsar kenningar eru á sveimi, eins og að hún hafi gengist undir fjölda fegrunaraðgerða og noti myndvinnsluforrit áður en hún deilir myndum á samfélagsmiðlum.

Eitt er þó víst, margt hefur breyst síðan fyrsta þáttaröð Keeping Up With The Kardashians fór í loftið fyrir fjórtán árum síðan. En það á þó líklega við um okkur flest, enda fjórtán ár mjög langur tími. Heilt fermingabarn getur fæðst og fermst á fjórtán árum, ja í það minnsta fermingabarn sem fæddist ekki fjórtán árum fyrir COVID.

2007

2007. Mynd/Getty

Þegar Keeping Up With The Kardashians fór í loftið var Khloé óþekkt 22 ára kona. Hún hefur viðurkennt að á þessum tíma hafi hún verið mjög óörugg, þar sem fjölmiðlar og áhorfendur voru sífellt að bera hana saman við eldri systur sínar, Kim og Kourtney Kardashian.

„Ég áttaði mig ekki á því að ég væri „feita systirin“ fyrr en ég var í sjónvarpinu og fjölmiðlar fóru að segja það um mig,“ sagði hún.

2008

2008. Mynd/Getty

Ári seinna var Khloé byrjuð að breyta útliti sínu minniháttar, eins og að hvítta tennurnar og vera með gervibrúnku.

2010

2010. Mynd/Getty

2013

2013. Mynd/Getty

Khloé var þarna byrjuð að skera sig aðeins úr systrahópnum með því að lita hárið ljósara. Margir telja líklegt að þarna hafi hún verið byrjuð að gangast undir ýmis konar fegrunaraðgerðir.

2015

2015. Mynd/Getty

2019

2019. Mynd/Getty

2020

2020. Mynd/Getty

Sökuð um að breyta myndum

Kardashian-Jenner systurnar hafa lengi verið sakaðar um að breyta samfélagsmiðlamyndum sínum áður en þær deila þeim, en af þeim öllum hefur Khloé örugglega sætt hvað harðastri gagnrýni.

Sérstaklega síðastliðið ár, það vakti mikla athygli þegar hún deildi mynd af sér á Instagram og töldu netverjar hana vera nær óþekkjanlega. Stuttu seinna kom raunverulega myndin í ljós og sannaði að myndinni hafi verið breytt umtalsvert.

Khloé deildi myndinni til vinstri á Instagram. Myndin til hægri er skjáskot úr Keeping Up With The Kardashians.

Útlit Khloé virðist vera síbreytilegt og er nokkuð öruggt að hún sé að notast við einhvers konar myndvinnsluforrit.

Fjölmargir telja gagnrýnina vera réttmæta, þar sem þetta getur verið blekkjandi fyrir ungar konur að sjá á samfélagsmiðlum og halda að þetta sé raunhæft útlit til að stefna að. En aðrir benda á að það þarf einnig að taka inn í myndina að útlitspressan á Khloé hefur verið gífurleg undanfarin fjórtán ár. Hún er stöðugt gagnrýnd fyrir útlit sitt og borin saman við systur sínar.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021