fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Breytt úr harðkjarna „gothara“ í Instagram fyrirsætu – Sjáðu viðbrögðin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aryn, kölluð Vampryn, er harðkjarna „gothari“. Hún fær innblástur frá goth-stílnum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og hefur klætt sig svona frá því að hún man eftir sér.

„Það er bara leiðinlegt að vera venjuleg. Af hverju að lifa lífinu til að vera leiðinleg?“ Segir Aryn sem kemur fram í nýjasta þætti vefmiðilsins Truly á YouTube. Í þættinum er henni breytt í Instagram fyrirsætu og er óhætt að segja að breytingin sé ótrúleg.

Sjá einnig: Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin

Förðunarfræðingur kemur heim til hennar en áður en hún hefst handa viðurkennir Aryn að hún sé stressuð. „Ég hef aldrei séð mig svona. Þetta er svo langt út fyrir þægindarammann,“ segir hún.

Förðunarfræðingurinn tekur allan farða af Aryn, setur á hana gervibrúnku, gerviaugnhár, hárkollu og farðar hana eins og Instagram fyrirsætu.

Þegar kemur að því að skoða sig í speglinum fær Aryn smá áfall og segir að henni líkar þetta alls ekki. Hún viðurkennir að hún sé hrifin af kjólnum, en ekki litnum. Hún er ekki heldur hrifin af hárkollunni eða að vera með augabrúnir.

Kærasti hennar Connor hefur alltaf bara þekkt Aryn sem „gothara.“ Systir Aryn og Connor fá svo að sjá hina breyttu Aryn og trúa varla því sem þau sjá. Systir hennar segir að Aryn hefur verið „gothari“ frá tólf ára aldri. „Það er eins og Barbie borðaði Aryn,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita
Fókus
Í gær

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt