fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Brúður svarar fyrir sig – Harðlega gagnrýnd fyrir að binda barnið við brúðarkjólinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. september 2020 09:30

Mynd/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúður hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að binda eins mánaða gamalt barn sitt við brúðkjólinn áður en hún gekk niður altarið.

Mynd frá brúðkaupinu var birt á Reddit og hefur vægast sagt ollið usla. Fjöldi fjölmiðla hafa fjallað um málið og hefur brúðurin gefið út tilkynningu vegna málsins.

Á myndinni má sjá barnið liggja á slóða brúðarkjólsins og beinist öll athygli gestanna að barninu.

Mynd/Reddit

Eins og fyrr segir vakti myndin reiði meðal netverja. „Ekki segja mér að þetta sé lifandi barn, og ef svo er, af hverju í fjandanum er enginn að bjarga því?“ Sagði einn netverji.

Fjöldi fólks tók undir með honum. „Ég er enginn sérfræðingur en ég er nokkuð viss um að svona ung börn eiga ekki að vera á gólfinu,“ sagði annar.

Myndin var tekin árið 2014 en eftir að hún var birt á Reddit hefur hún farið eins og eldur í sinu um netheima. Brúðurin hefur svarað fyrir sig og segir að „Jesú Kristur samþykkti ákvörðun“ hennar svo það skiptir ekki hvað öðrum finnst.

„Á meðan Jesú er mér við hlið geri ég það sem ég vil gera, allt var í lagi og mun halda áfram að vera í lagi,“ segir hún og bætir við að eins mánaða gamalt barn hennar hafi verið „vakandi og öruggt á slóðanum.“ Hún segir að það sem skipti mestu máli var að „hjarta okkar var hjá Jesú Kristi“ og þess vegna hafi allt verið í góðu.

Hér má lesa tilkynningu hennar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“