fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Berglind neitar að hún borgi fyrir „likes“ – Svona fer hún að því að stækka fylgjendahópinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. september 2020 21:30

Berglind Saga. Mynd/Gunnar Svanberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og áhrifavaldurinn Berglind Saga, sem gengur undir listamannanafninu Saga B, var á dögunum sökuð um að kaupa sér „likes“ og áhorf á Instagram. Hún svaraði fyrir sig og gaf um leið fylgjendum sínum ráð um hvernig er hægt að ná til fleira fólks á samfélagsmiðlum.

Í samtali við DV segir Berglind frá því hvernig henni hefur tekist að stækka fylgjendahóp sinn og ná til tugþúsunda einstaklinga. Hún segir að lykillinn sé að læra inn á samfélagsmiðla og hvernig þeir virka. Berglind notar mikið myllumerki (e. hashtags) og hvetur þá sem vilja ná langt á samfélagsmiðlum að gera slíkt hið sama.

Enn að læra hvað virkar

Berglind byrjaði ekki að vinna markvisst í því að stækka fylgjendahóp sinn fyrr en hún gaf út sitt fyrsta lag, „To Be Real“, í júlí. Hún fékk ekki bein viðbrögð frá útvarpsstöðum og greip til sinna ráða. „Þar sem þetta var fyrsta lagið mitt langaði mig að koma því á framfæri. Vinkona mín sagði að ég þyrfti að vera dugleg og virk á Instagram. Hún sagði myllumerki spila þar stórt hlutverk,“ segir Berglind.

„Ég byrjaði á því að auglýsa hljóðbút úr nýja laginu í gegnum Instagram Business Tools. Ég gerði það í einn dag og náði til um hundrað þúsund manns en fékk um fjögur þúsund „full views“ út frá því. Þannig ég fór að hugsa um að það væri vert að „mastera“ miðillinn upp á að koma mér á framfæri,“ segir hún.

Berglind segir að fylgjendahópur hennar hefur stækkað jafnt og þétt síðustu mánuði. „Ég er enn að læra hvað virkar og hvað virkar ekki og hvað maður á alls ekki að gera,“ segir hún.

Myllumerkin

Berglind segir að það fari eftir myndefninu sem hún deilir hvað hún fái mörg „likes“.

„Ég nota myllumerki sem tengjast því sem ég er að deila. Ef myndefnið er gott þá er það ofarlega á síðu myllumerkisins. Ef ég til dæmis deili mynd sem sýnir leggina mína þá nota ég myllumerki eins og #longlegs, #legs, #prettylegs eða eitthvað sem fólk hefur áhuga á,“ segir hún.

„Ég fæ einnig mun fleiri „likes“ og næ til fleirri ef ég deili bara venjulegri sjálfsmynd. Ég deildi um daginn mynd af mér í „nude“ sokkabuxum og „like“ skalinn sprakk. Myndin náði til 20 þúsund Instagram-reikninga bara í gegnum myllumerki,“ segir Berglind og bætir við að „like-in“ hafi haldið áfram að hrúgast inn dagana eftir. Hún segir að næst þegar hún deilir þá mynd „man“ reikniritið (e. algorithm) eftir henni og myndin fær þá stærra pláss á „explore“ síðunni á Instagram.

„Ef ég deili mynd án þess að nota myllumerki finn ég gígantískan mun á „likes“ og fjöldanum sem ég næ til.“

Aðspurð hvaða ráð hún gefur öðrum segir Berglind:

„Sama hvað þú ætlar að gera í lífinu þá er uppskrift að því hvaða aðferð skal nota. Gerðu rannsóknarvinnuna áður en þú hleypur af stað og búðu þig undir vonbrigði. Því það er auðvelt að hætta og gefast upp eftir fyrstu vonbrigðin. En finndu nýja leið til að gera það sem þig langar til að gera. Ef þú vandar þig og leggur vinnu í efnið þitt þá stækkar fylgjendahópurinn þinn jafnt og þétt. Vertu líka dugleg að fylgja og skrifa við færslur hjá fólki sem er að gera svipaða hluti og þú. Þau skrifa til baka í flestum tilvikum og þannig færðu meira „reach“ á þína miðla, því þá sér reikniritið að þú sért að gera áhugavert efni. Allir hjálpast að.“

Berglind deildi þessum samskiptum með fylgjendum sínum.

Sökuð um að svindla

Einn netverji skrifaði við mynd Berglindar og sakaði hana um að borga fyrir „likes“ og áhorf. Hún segir að hún hafi ekki tekið því illa, heldur litið á þetta sem tækifæri til að fræða manneskjuna og aðra í samfélagsmiðlapælingum.

„Mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt. Það þýðir ekkert að taka neinu persónulega. Þá væri maður fljótur að hætta að gera það sem maður vill gera. Þetta var manneskja sem er greinilega að gera svipaða hluti, í tónlistargeiranum og veit að þetta er ekki auðveldur bransi. En samt á sama tíma óþarfi því ef manneskjan hefði bara sent mér skilaboðin þá hefði ég sko alveg sjálfsagt vilja hjálpa, sem ég endaði með að gera,“ segir Berglind.

Hún deildi skjáskotum sem sýna hversu margir koma inn á síðuna hennar án þess að fylgja henni út frá myllumerkjunum.

Þú getur fylgst með Berglindi á Instagram og hér getur þú hlustað á nýjasta lag hennar Vibing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“