fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Alda Coco í klóm fjárkúgara: „Í þetta eina skipti var ég heimsk og þetta varð útkoman“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. september 2020 13:51

Alda Coco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Guðrún Jónasdóttir, betur þekkt sem Alda Coco, varð fyrir barðinu á óprúttnum aðila í gær sem tók yfir Instagram-síðu hennar og gerði tilraun til fjárkúgunar. Í samtali við DV segist Alda vera miður sín og ráðalaus.

„Þetta byrjaði þannig að ég fékk skilaboð frá síðu sem leit út fyrir að vera Instagram, það stóð „Instagram“ og það var mynd af einkennismerki (e. logo) Instagram. Sá sem sendi skilaboðin sagði að vegna þess að ég væri með svo marga fylgjendur, og fylgjendahópurinn færi stækkandi, þá ætti ég að fá svona blátt merki fyrir framan nafnið mitt, svona eins og Manuela Ósk er með,“ segir Alda og vísar í „verified“ merkið sem frægir einstaklingar og áhrifavaldar fá fyrir framan nafnið sitt á samfélagsmiðlum til að færa sönnur fyrir að þetta sé í raun þau en ekki „gervi-síða“.

Manuela er með svona merki á Instagram.

„Ég viðurkenni að ég hugsaði mig tvisvar um en hugsaði svo bara: „Æjj fokk it“ og fékk svona blað og lista til að fylla út. Ég átti að nota notendanafnið mitt á Instagram og sama lykilorð, og það sama varðandi netfangið mitt.“

Alda segist hafa fyllt allt út en það hafi ekki virkað.

„Ég sendi honum til baka að þetta virkaði ekki og þá allt í einu datt síðan mín út og ég náði ekki að skrá mig aftur inn. Svo fékk ég tölvupóst um að það væri búið að breyta netfanginu sem tengdist síðunni minni og ef þetta væri ekki ég þá gæti tilkynnt það, en hann var fljótari en ég og ég gat ekkert gert. Ég náði að breyta lykilorðinu mínu fyrir tölvupóstinn en ekki á Instagram. Ég reyndi eins og ég gat að fylla allt út en það kom alltaf eins og síðan væri ekki til, því hakkarinn var búinn að breyta notendanafninu og lykilorðinu.“

Hér er búið að breyta notendanafninu á síðunni hjá Öldu en myndirnar enn á síðunni.

Alda reyndi að ræða við aðilann sem tók yfir síðuna hennar. „Ég sendi tölvupóst á netfangið sem var tengt síðunni og fékk þau svör að ef ég myndi millfæra á hann 100 dollara (14 þúsund krónur) þá fengi ég síðuna mína aftur, en annars myndi hann eyða henni.“

Alda var á þessum tímapunkti búin að stofna aðra Instagram-síðu til að geta fylgst með gömlu síðunni sinni. „Ég sá að síðan mín var ennþá uppi og allar myndirnar enn inni. Ég sendi hakkaranum skilaboð og grátbað hann um að veita mér aftur aðgang að síðunni og þá heimtaði hann 50 dollara (sjö þúsund krónur) í skiptum fyrir síðuna. Ég spurði af hverju hann væri að þessu og þá svaraði hann: „Fyrir peninga.““

Aðspurð hvort hún hafi borgað hakkaranum segir Alda: „Nei ég var ekki svona vitlaus að senda honum peninga.“

Hakkarinn endaði með að eyða öllum myndunum.

Í gærkvöldi var hakkarinn búinn að eyða út öllum myndunum hennar Öldu. Hún er búin að senda skilaboð á skrifstofur Instagram og bíður eftir svari. Hún tilkynnti gömlu síðuna og fékk nokkra fylgjendur til að gera slíkt hið sama. Hún bíður nú og vonar að fá aðstoð frá Instagram.

Alda vill vara aðra við. „Ekki treysta neinum og alltaf kanna hlutina áður en fólk gerir eitthvað. Í þetta eina skipti var ég heimsk og þetta varð útkoman.“

Hér getur þú fylgst með Öldu á nýju síðunni hennar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin