fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Eiginmaður minn refsar mér þegar ég brýt reglurnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 21:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lazarus og Brandi hafa verið saman í fimmtán ár. Þau búa í Ohio í Bandaríkjunum og eiga saman þrjú börn. Síðastliðin tíu ár hafa þau stundað „húsaga“ (e. domestic discipline). Í gamla daga var talað um „kristilegan húsaga“ og samkvæmt honum áttu menn að flengja eiginkonur sínar og tukta þær til. Hjónin eru til umfjöllunar í nýjum þætti Truly.

„Húsagi er dýnamík á milli tveggja fullorðinna einstaklinga sem hafa báðir veitt samþykki fyrir, annar aðilinn er ráðandi (e. dominant) og hinn aðilinn er undirgefinn,“ segir Brandi og bætir við að ráðandi einstaklingurinn, sem er í þessu tilefelli Lazarus, setur reglur fyrir undirgefna aðilann, sem er hún. Ef Brandi brýtur reglurnar verða afleiðingar.

„Refsingarnar eru mismunandi, það fer eftir hvaða regla hefur verið brotin. Refsingarnar geta til dæmis verið flengingar, skrifa sömu setninguna margsinnis, sitja úti í horni og mjög strangur fyrirlestur,“ segir Lazarus.

En Brandi þarf ekki aðeins að fylgja reglum heimilisins sem Lazarus ákveður, heldur þarf hún einnig að sjá um heimilið. Hún sér ein um að ganga frá, þrífa og elda, nema það sé grillmatur.

Harðlega gagnrýnd

Það var Brandi sem átti hugmyndina að þessum lífsstíl þeirra. „Ég var alltaf að sjá bókina „Spank Your Spouse, Avoid Divorce,“ og endaði með að lesa hana. Margt í því meikaði sens þannig ég ákvað að sýna honum hana,“ segir hún.

Lazarus segir að til að byrja með hafi honum þótt þetta vandræðalegt og óþægilegt.

Hjónin segja að lífsstíll þeirra fari fyrir brjóstið á mörgum sem segja þetta vera ofbeldi. Aðspurð af hverju þau telja þetta ekki vera ofbeldi segir Brandi:

„Við lítum ekki á þetta sem ofbeldi þar sem í fyrsta lagi er þetta með samþykki okkar beggja, og í öðru lagi var þetta mín hugmynd og ég þurfti að sannfæra hann um að gera þetta.“

Hún segir að „húsagi“ sé ólíkt BDSM að því leyti að það sé alltaf einhver ánægja í BDSM, annað hvort nýtur fólk þess að vera flengt eða flengja aðra. „En mér finnst ekki gott að vera flengd og hann nýtur þess ekki að flengja mig,“ segir hún.

Brandi segir að þau séu „hamingjusamari en við höfum nokkurn tímann verið og okkur kemur betur saman en mörgum pörum sem við þekkjum. Ég held að við gætum ekki verið án „húsagans“. Það gæti komið ykkur á óvart hversu margir aðhyllast þennan lífsstíl.“

Börnin vita allt

Lazarus og Brandi eiga saman þrjú börn.

„Börnin okkar vita nánast allt um „húsaga“. Meira en fólkið sem skrifar neikvæðar greinar um hann,“ segir Brandi.

Þrettán ára dóttir þeirra segir að hún myndi ekki vilja vera í svona sambandi í framtíðinni. „Það myndi persónulega ekki henta fyrir mig,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“