fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Ásdís Rán er á lausu – „Einhleyp mamma“

Fókus
Sunnudaginn 20. september 2020 18:20

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein frægasta fyrirsæta og athafnakona Íslands, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er einhleyp á ný. Smartland greinir frá því í dag að samband hennar og athafnamannsins Jóhanns Wíum hafi slitnað í vor.

Ásdís býr um þessar mundir í Sofíu í Búlgaríu en hún flutti þangað fyrr á þessu ári. Í vikunni deildi Ásdís mynd af sér á samfélagsmiðlinum Instagram með myllumerkinu #singlemom eða „einhleyp mamma“. „Ánægð mamma því skólinn er loksins byrjaður,“ sagði Ásdís með myndinni sem sjá má hér fyrir neðan.

 

Ásdís er meðal þekktustu athafnakvenna Íslands og hefur átt í mörgum viðskiptaævintýrum. DV ræddi við Ásdísi um þessi viðskiptaævintýri hennar fyrr á árinu og var hún þá spurð hvað stæði upp úr á ferlinum. Ásdís sagði þá að besta viðskiptaævintýri hennar sé án efa IceQueen-vörumerkið. „Ég byrjaði á því að hanna snyrtivörur undir IceQueen. Svo fór ég út í húðvörur, sundföt og kjóla. Ég hannaði verslun í Búlgaríu sem leit út eins og íshellir sem var handgerður af fremstu óperusviðslistamönnum Evrópu. Búðin var stórkostlega fallegt listaverk,“ sagði Ásdís.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt nokkurra ára tímabil og ég mokaði út vörum bæði erlendis og á Íslandi. En svo kom kreppa hér í Búlgaríu. Meðeigandi minn, Ruja Ignatova sem var í fréttunum í fyrra, fór á hausinn. Verslunarmiðstöðin sem verslunin var í fór einnig á hausinn ásamt því að markaðurinn hrundi. Til að bæta gráu ofan á svart var ég að skilja á sama tíma og einhvern veginn fór allt í vaskinn út af utanaðkomandi aðstæðum sem ég réð ekki við. En þetta var yndislegt ævintýri sem ég á eftir að geta sagt barnabörnunum frá í framtíðinni,“ sagði hún..

„Svo er ég alltaf mjög stolt af þyrluflugmannsréttindunum og þeim áfanga. Varðandi fyrirsætuferilinn þá gæti ég ekki verið stoltari, ég gerði allt sem mig dreymdi um að gera og átti frábæran feril. Sat fyrir á öllum þeim forsíðum sem mig dreymdi um, kom fram í auglýsingaherferðum, sjónvarpsþáttum og mörgu öðru.“

„Það er bara ekkert sexí“

Ásdís var í forsíðuviðtali við DV í lok árs 2018 og var þar meðal annars fjallað um það að hún ritskoði sig ekki. Það gerir það að verkum að hún hefur oft verið á milli tannanna á fólki í gegnum tíðina. Meðal fólks sem hefur gagnrýnt Ásdísi í gegnum tíðina eru femínistar. Hún hefur til að mynda vera sökuð um að viðhalda úreltum staðalímyndum og verið sett í hóp með þekktum karlrembum. Ásdís sagðist þá að hún væri alls ekkert sammála því að þessar staðalímyndir séu úreltar.

„Þetta er bara smekksatriði. Ég er bara þessi gamaldags týpa sem finnst það sexí þegar að karlmenn kunna að gera vel við konur, hafa hærri laun en ég, meira vald, sjá fyrir heimilinu og þess háttar. Mér finnst ekkert sexí eða virðingarvert við það að bjóða á deit og skipta reikningnum, láta konur borga eða setja karlmenn í þessi hefðbundnu kvenhlutverk. Mér finnst íslenskir karlmenn oft vera orðnir of mótaðir af jafnréttisbaráttunni og þar af leiðandi búnir að týna herramennskunni og orðnir alltof miklar kerlingar. Það er bara ekkert sexí. Við konur erum orðnar svo mikið æðri en þeir í svo mörgu að stundum finnst mér eins og þeir séu að verða að engu smám saman og engin þörf fyrir þá lengur því „við björgum okkur sjálfar í öllu núorðið“,“ sagði Ásdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin – „Lesbísk fóstra í súpervinnu“ og Hjallastefnan

Tímavélin – „Lesbísk fóstra í súpervinnu“ og Hjallastefnan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021

Daði og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021