fbpx
Laugardagur 27.febrúar 2021
Fókus

Auglýsti megrunarvöru með sundfatamynd – Nær óþekkjanleg nokkrum dögum seinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. september 2020 14:35

Aubrey O'Day.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og söngkonan Aubrey O‘Day deildi mynd af sér í sundbol á dögunum og auglýsti í leiðinni fyrirtækið Flat Tummy, sem selur megrunarvörur eins og te og sjeika. Fyrirtækið selur einnig æfingarprógrömm, uppskriftir og fleira, en það var það sem Aubrey var að auglýsa á Instagram.

„Það er ekkert betra en að æfa við sundlaugina,“ segir hún með færslunni og fer svo fögrum orðum um Flat Tummy smáforritið. „Ætla að halda áfram að æfa og get ekki beðið eftir að sjá árangurinn.“

Nokkrum dögum seinna tók paparazzi ljósmyndari myndir af henni sem fjölmiðillinn DailyMail birti og sagði stjörnuna vera óþekkjanlega. „Óþekkjanleg eftir að hafa auglýst megrunarforrit með breyttri mynd,“ stóð í fyrirsögninni.

Mynd/DailyMail
Mynd/DailyMail

Aubrey O‘Day svarar fyrir sig og segir myndirnar vera „feik.“ Hún birtir mynd af sér þar sem hún heldur á blaði með dagsetningunni 31. ágúst 2020 til að sanna að hún lítur ekki svona út.

„Þetta er niðurlægjandi,“ stendur einnig á blaðinu.

Aubrey segist einnig hafa blandað lögfræðingi sínum í málið og er að hugsa um að leita réttar síns eftir athæfi ljósmyndarans. Í kjölfar umfjöllunar DailyMail hefur Aubrey verið sökuð um að breyta myndunum sínum á Instagram til að auglýsa ýmsar vörur. En Aubrey neitar að vera líkamssmánuð. „Allt kvöldið mitt er ónýtt. Nú lætur lögfræðingurinn minn mig taka mynd af mér með dagsetningu til að sanna að myndirnar séu feik. Ég er orðin svo þreytt á þessum grunnhyggna iðnaði,“ segir hún á Twitter.

En málið heldur áfram og greinir Page Six frá því að samkvæmt þeirra heimildarmanni séu myndirnar ekta og að Aubrey hafi breytt sinni mynd.

Myndin sem Page Six notar sér til stuðnings. 

Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán lenti í svipuðu fyrir skemmstu. Hún sagði óvandaðan fjölmiðil hafa birt myndir af sér sem búið var að breyta í myndvinnsluforriti til þess að láta hana líta út fyrir að vera mun þyngri en hún er.

Sjá einnig: Myndir af Ásdísi Rán vekja undrun – „IceQueen þyngist um 100 kíló“

„Þetta snýst auðvitað bara um lestur og keppni um lestur. Því stærra sem landið er því lengra ganga blaðamennirnir,“ sagði Ásdís aðspurð um málið en fyrirsögnin sem fylgdi myndinni var „IceQueen þyngist um 100 kíló“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir
Fókus
Í gær

Lýtalæknir afhjúpar leyndarmál stjarnanna

Lýtalæknir afhjúpar leyndarmál stjarnanna
Fókus
Í gær

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“
Fókus
Í gær

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Niðurlæging af verstu sort – Eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhugans

Niðurlæging af verstu sort – Eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhugans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir