fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Katla fór í flippaða bumbumyndatöku í fokheldri íbúð

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 12:43

Mynd: María Krista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir hönnuður og eigandi Volcano Design og Systur&Makar og sambýlismaður hennar Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Katla er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir en hún er mjög öflug á samfélagsmiðlum og vita fylgjendur hennar að það er alltaf stutt í grínið. „Okkur langað einfaldlega að gera eitthvað annað en að taka hefðbundnar bumbumyndir. Ég er ekki mjög „hefðbundin“ sjálf og hef ferlega gaman að svona vitleysu og almennu brasi.“

Katla segir hugmyndina á bak við myndatökuna hafa fæðst í miðjum framkvæmdum. „Við erum að taka hús í gegn í Hafnarfirði sem að ansi margir eru að fylgjast með framkvæmdunum á. Ég sýni frá því á instagram reikningi fyrirtækisins míns Systur&Makar og þar sem sá aðgangur er orðinn mjög svo opinn og fjölbreyttur og svolítið svona „upp í rúmi“ hjá okkur hjúum, þá datt mér í hug að búa til leik þar sem giskað er á kyn og komudag núðlunnar, eins og við köllum barnið.“ Katla hær og segir að vissulega komi óléttan ekkert verslunarrekstrinum við en hún hafi samt ákveðið að leyfa fylgjendum fyrirtækisins að fylgjast með sér á persónulegri nótum.

 

Flippmyndataka með systu

Katla hafði samband við systur sína Maríu Kristu Hreiðardóttur og spurði hana út í hugmyndir að bumbumyndatöku en María er lunkin með myndavélina. Þær systur hafa brasað ýmsilegt saman, til dæmis gert magnaðar fjölskyldujólamyndir sem þær senda svo út árlega sem jólakort.

„Þetta er allt orðið voða opið og vinalegt eitthvað svo mér fannst það bara húmor að blanda þessu saman við reksturinn. Ég heyrði því í Maríu sys og við ræddum málið stuttlega þar sem við vildum gera eitthvað skemmtilegt og þessi hugmynd var fljót að koma. Óhefðbundin bumbumyndataka í íbúðinni í Mjósundinu sem er rétt rúmlega fokheld,“ segir Katla en settur dagur er 14. október svo stutt er til stefnu.

„Ég plataði Maríu Kristu systir til að taka myndirnar. Hún er með einstaklega gott auga og það kom ekki nokkuð annað til greina en að taka þær í „rústunum“ okkar í Mjósundinu. Hún systa er grafískur hönnuður og hefur myndað þónokkuð í gegnum tíðina svosem allt á sinni eigin síðu en hún heldur úti glæsilegri heimasíðu www.mariakrista.com og vinsælu instagrammi Krista Ketó. Hún rak einnig á sínum tíma fyrirtækið Brosbörn sem var mjög vinsælt hjá verðandi foreldrum fyrir bumbutökur og barnamyndatökur í brúnum tónum með rómantískum blæ.“ Katla segir að systir hennar hafi ekki verið mikið í flippmyndatökum hingað til en geri flest fyrir sig og þekki húmorinn í systur sinni vel.

 

Kasólétt í framkvæmdum

Er ekki flókið að eiga von á barni á næstum vikum og vera með fokhelda íbúð?
„Jú jú, það er flókið að því leiti að ég má takmarkað gera og fyrir vesenista eins og mig getur það verið mjög svo krefjandi! En ég hef nú staðið í ýmsu stússi í gegnum tíðina og ég er alveg sultuslök yfir þessu öfugt við það sem fólk kannski heldur. Ég er ekki mjög stressuð yfir því að þetta sé allt í gangi á sama tíma. Ég ætti kannski að vera það en hvað græði ég svo sem á því?,“ segir Katla sem tekur lífinu af stóískri ró.

„Íbúðin verður klár þegar hún verður klár og núðlan kemur þegar hún kemur og á meðan elskum við hvert einasta atriði í þessu ferli og það er algjör draumur að geta staðið í þessu bara yfirhöfuð! Að útbúa framtíðarheimili fyrir fjölskylduna okkar meðan nýjasta viðbótin er í ofninum- það er fátt sem toppar það held ég!“

 

Katla segir óléttuna hafa verið óvænta en gleðilega

„Óléttan var mjög svo óvænt þar sem ég var ekki viss um að ég gæti orðið ólétt, 36 ára og þetta er mitt fyrsta en þriðja barn Hauks. Íbúðin var svo sannarlega óvænt sömuleiðis og ég get ekki annað en verið þakklát yfir því að vera að upplifa þetta allt á sama tíma og ég stend í eigin rekstri. Ég er ótrúlega heppin með starfsmenn, fjölskyldu og hann Haukur minn er súperman sem getur held ég bara allt sem og að vera gæddur þeim einstaka hæfileika að róa eldfjallið um leið og það fer of hratt á flug, bara hin fínasta blanda held ég.“

Katla segist vera mun raunsæjari en maðurinn sinn hvað varðar innflutning. „Haukur heldur því fram að við flytjum 1. október. Það er aldrei að fara að gerast. Ég vonast til að geta flutt 1. nóvember þó svo að það verði alls ekki allt tilbúið, en hvenær sem það verður þá verður það bara geggjað,“ segir tilvonandi móðirin í framkvæmdarham.

Katla hvetur alla sem vilja fylgjast með sér í framkvæmdunum og fyrirtækjarekstrinum að fylgjast með instagram síðunni @systurogmakar „Þar sýni ég frá ansi mörgu sem við erum að bardúsa og auðvitað taka þátt í leiknum sem við erum með ef þið viljið.. annars bara reyna að taka lífinu ekki of alvarlega og njóta þess meðan maður getur.“

Mynd: María Krista
Mynd: María Krista
Mynd: María Krista

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu