fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“

Fókus
Föstudaginn 7. ágúst 2020 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 7. ágúst – 13. ágúst

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Það eru samningar í kortunum hjá Hrútnum, atvinnu- eða húsnæðistengdir. Allavega skemmtilegar breytingar sem munu krydda vel upp á tilveruna. Þú ert vel endurnærð/ur eftir langa helgi og tilbúin/n í nýtt ævintýri

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Elsku magnaða Naut. Það eru spennandi kraftar í kringum þig. Þú laðar að þér tækifæri og nýja vini sem finna fyrir þessum krafti þínum. Þessi nýja orka og fólkið sem fylgir mun skila sér í skemmtilegu verkefni ef þú ert tilbúin/n að taka sjénsinn.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Einhver hugmynd sem þú ert búin/n að ganga með lengi kemst loks í framkvæmd. Þetta eru lítil skref en þó skref í réttu áttina. Einhver utanaðkomandi mun koma með lausnina sem þú þurftir til þess að koma þessari hugmynd í framkvæmd.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Kæri Krabbi. Stjörnurnar minna þig á að við breytum ekki fólki. Sumir þurfa að ganga í gegnum ákveðnar raunir til þess að fá uppljómun eða þroskast á sinn hátt. Ekkert sem við gerum getur flýtt því ferli. Þetta er góður tími til að stíga til hliðar og einbeita þér að sjálfum þér.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Einhver kennslustund er í kortunum þínum þar sem þolinmæði þín er æfð. Að reyna að sjá hlutina í öðru samhengi eða út frá sjónarmiði hins aðilans getur hjálpað þér að setja aðstæður í betra jafnvægi.

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Það er svo fyndið hvernig andstæður geta dregist saman. Þessi vika er Yin-Yang vikan þín þar sem tengsl, jafnvel rómantísk tenging, koma úr óvæntri átt. Mögulega hefur þú fundið fyrir þessu áður en það verður erfiðara að afneita því þessa vikuna… Vertu opin/n fyrir þessu.

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna… Þú ert ekki leið/ur en örlítið melankólísk/ur og heimakærari, sem sakar svo sem ekki þessa daga. Nýttu dagana í að hafa það kósí með kertaljósi og bók.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Að sýna viðkvæmu hliðina á sér er vissulega líka styrkleiki. Þú mátt æfa þá hlið á þér í vikunni. Talaðu við fólkið þitt og biddu um aðstoð. Þú þarft ekki að sigra heiminn alla daga, annan hvern dag dugar til.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Einhver segir eitthvað sem verður misskilið. Ekkert sem ekki er hægt að laga en góð samskiptaæfing samt sem áður. Stundum þarf bara að ræða málin aðeins betur. Í þessu tilfelli eru öll að leita eftir sömu niðurstöðu, þau þurfa bara meira pláss til að ræða málin og einhvern til þess að hlusta.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Þú finnur fyrir mikilli þörf til að taka heilsuna í þínar hendur. Mögulega hefur þú ekki verið að hugsa nógu vel um andlega og líkamlega heilsu og verið meira í „æ, bara á morgun-stuði.“ Þú færð nú aukinn þrótt til að verða besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér. Áfram, þú!

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Frímínúturnar eru búnar! Tími til þess að komast í rútínu og finna sér markmið og mögulega leita til markþjálfa! Þú ert orðin/n eirðarlaus og vilt koma einhverju í verk en átt virkilega erfitt með það. Góður, stuttur framkvæmdalisti gæti hjálpað til.

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Hæ, elsku Fiskur. Við elskum þig og viljum nýta þennan dálk til þess að segja þér það. Við vitum að síðustu vikur og mánuðir hafa reynt á en við lofum að kosmósið er alveg að verða búið með þennan rússíbana. Þá munt þú svo sannarlega uppskera. „Just keep swimming.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Icardi tryggði PSG sigur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“