fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fókus

Sölvi Tryggva segist hafa verið rekinn af Stöð 2 fyrir að „pönkast“ í lífeyrissjóðnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. ágúst 2020 10:43

Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason segir frá því hvernig hann var rekinn og missti sakleysi sitt sem fjölmiðlamaður í nýjasta þætti Skoðanabræðra sem kom út í dag.

Sölvi var rekinn af Stöð 2 í árslok 2008. Hann segir að það hafi verið þá sem hann missti sakleysi sitt sem fjölmiðlamaður og telur ljóst að uppsögnin hafi tengst því að hann hafi byrjað að „pönkast“ í lífeyrissjóðum.

„Ég held að það hafi tekið viðtal við Geir H. Haarde 20. desember og spurði hann út í lífeyrissjóðina. Þá var ég líka búinn að vera gera alls konar aðra hluti, ég var búinn að vera svolítið óþekkur, og ég áttaði mig ekki á því á þeim tíma að það væru kannski umræður um mig í stjórninni. Eitthvað um að þetta væri bara ekki alveg í lagi, af því ég var bara fréttamaður sem hélt að hann ætti að segja sannleikann,“ sagði Sölvi.

Skömmu eftir viðtalið við Geir, sem þá var forsætisráðherra, var Sölva sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni. Ari Edwald, sem nú er forstjóri Mjólkursamsölunnar, stýrði þá fjölmiðlasamsteypunni. Sölvi benti á í þættinum að Ari hafi setið í stjórnum lífeyrissjóða.

„Þegar ég er rekinn fer ég í mitt „sóló mission“,“ segir Sölvi. Hann segir að hann hafi farið og hitt fólk til að komast til botns í málinu en einnig í ljósi þess að hann sá fram á að starfa áfram í fjölmiðlum. „Ég hitti Jón Ásgeir, Björgólf Thor, Davíð Oddsson, Ingibjörgu Sólrúnu og Geir H. Haarde, og það voru allir til í að hitta mig,“ segir hann.

Sölvi ræddi nánar við Geir um umrætt viðtal, segir hann: „Geir Haarde segir við mig: „Það var hringt í mig korteri eftir að þessi þáttur var búinn af yfirmanni Landssamtaka lífeyrissjóða og ég spurður: Hvaðan hefur þessi strákur þessar upplýsingar?““ segir Sölvi. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóðanna var þá Arnar Sigurmundsson.

„Þegar yfirmaður Landssamtaka lífeyrissjóða hringir í forsætisráðherra korteri eftir að eitthvað viðtal er búið þá ertu farinn að hitta á einhverja skrítna strengi, þannig að ég held að ég sé ekkert í einhverjum svakalegum samsæriskenningum þegar ég segi að það var þægilegt að losna við mig,“ sagði Sölvi.

Sölvi heldur nú úti sínum eigin fjölmiðli með hlaðvarpi sínu, sem er það vinsælasta um þessar mundir á Íslandi. Hann ræddi þá starfsemi ásamt ýmsu öðru í ítarlegu viðtali við Skoðanabræður. Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“